Liverpool náði fimm stiga forskoti - myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2014 00:01 Liverpool er komið með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 3-2 útisigur á Norwich í dag. Liverpool skoraði tvö mörk snemma leiks og lifði síðan af taugaveiklaðan seinni hálfleik þar sem Norwich náði tvisvar að minnka muninn í eitt mark. Raheem Sterling skoraði tvö mörk og lagði upp eitt mark að auki og átti flottan leik alveg eins og í sigrinum á móti Manchester City um síðustu helgi. Þetta var ellefti deildarsigur Liverpool-manna í röð. Liverpool hefur nú fimm stigum meira en Chelsea og níu stigum meira en Manchester City sem á tvo leiki inni á Liverpool. Norwich-liðið stríddi Liverpool-liðinu mikið í seinni hálfleiknum en toppliðið hélt út og tryggði sér gríðarlega mikilvægan sigur. Liverpool fékk algjöra draumabyrjun í leiknum þegar Raheem Sterling skoraði fyrsta markið strax á fjórðu mínútu með frábæru langskoti eftir að hafa fengið nægan tíma til að leggja boltann fyrir sig. Raheem Sterling lagði síðan upp annað mark fyrir Luis Suarez sjö mínútum síðar en Sterling stakk boltanum þá fram fyrir hlaup hjá Úrúgvæmanninum sem skoraði af mikilli yfirvegun rétt utan markteigs. Það leit út fyrir öruggan Liverpool-sigur í hálfleik en Norwich-menn tóku hinsvegar öll völd í upphafi síðari hálfleiks. Liverpool lenti í miklum vandræðum sem endaði með því að Gary Hooper minnkaði muninn á 54. mínútu eftir slæm mistök Simon Mignolet, markvarðar Liverpool. Það virtist vera að stefna í aðra eins skyndi-endurkomu og hjá Manchester City á móti Liverpool um síðustu helgi en Liverpool virtist vakna af værum blundi eftir mark Hooper. Raheem Sterling ætlar að reynast Liverpool-liðinu dýrmætur á lokasprettinum en hann kom liðinu í 3-1 á 64. mínútu með sínu öðru marki í leiknum. Sterling vann boltann og keyrði upp að teignum þar sem hann hafði aðeins heppnina með sér þegar boltinn fór af varnarmanni Norwich og yfir John Ruddy í marki Norwich. Norwich-menn gáfust hinsvegar ekkert upp og Robert Snodgrass minnkaði muninn í 3-2 á 77. mínútu með góum skalla eftir fyrirgjöf frá Martin Olsson. Þetta setti mikla spennu í lokamínútur leiksins en Liverpool hélt út og fagnaði sigri í ellefta deildarleiknum í röð. Enski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Sjá meira
Liverpool er komið með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 3-2 útisigur á Norwich í dag. Liverpool skoraði tvö mörk snemma leiks og lifði síðan af taugaveiklaðan seinni hálfleik þar sem Norwich náði tvisvar að minnka muninn í eitt mark. Raheem Sterling skoraði tvö mörk og lagði upp eitt mark að auki og átti flottan leik alveg eins og í sigrinum á móti Manchester City um síðustu helgi. Þetta var ellefti deildarsigur Liverpool-manna í röð. Liverpool hefur nú fimm stigum meira en Chelsea og níu stigum meira en Manchester City sem á tvo leiki inni á Liverpool. Norwich-liðið stríddi Liverpool-liðinu mikið í seinni hálfleiknum en toppliðið hélt út og tryggði sér gríðarlega mikilvægan sigur. Liverpool fékk algjöra draumabyrjun í leiknum þegar Raheem Sterling skoraði fyrsta markið strax á fjórðu mínútu með frábæru langskoti eftir að hafa fengið nægan tíma til að leggja boltann fyrir sig. Raheem Sterling lagði síðan upp annað mark fyrir Luis Suarez sjö mínútum síðar en Sterling stakk boltanum þá fram fyrir hlaup hjá Úrúgvæmanninum sem skoraði af mikilli yfirvegun rétt utan markteigs. Það leit út fyrir öruggan Liverpool-sigur í hálfleik en Norwich-menn tóku hinsvegar öll völd í upphafi síðari hálfleiks. Liverpool lenti í miklum vandræðum sem endaði með því að Gary Hooper minnkaði muninn á 54. mínútu eftir slæm mistök Simon Mignolet, markvarðar Liverpool. Það virtist vera að stefna í aðra eins skyndi-endurkomu og hjá Manchester City á móti Liverpool um síðustu helgi en Liverpool virtist vakna af værum blundi eftir mark Hooper. Raheem Sterling ætlar að reynast Liverpool-liðinu dýrmætur á lokasprettinum en hann kom liðinu í 3-1 á 64. mínútu með sínu öðru marki í leiknum. Sterling vann boltann og keyrði upp að teignum þar sem hann hafði aðeins heppnina með sér þegar boltinn fór af varnarmanni Norwich og yfir John Ruddy í marki Norwich. Norwich-menn gáfust hinsvegar ekkert upp og Robert Snodgrass minnkaði muninn í 3-2 á 77. mínútu með góum skalla eftir fyrirgjöf frá Martin Olsson. Þetta setti mikla spennu í lokamínútur leiksins en Liverpool hélt út og fagnaði sigri í ellefta deildarleiknum í röð.
Enski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Sjá meira