Erlent

Lögreglumenn sagðir hafa skotið mótmælendur í Úkraínu

Samúel Karl Ólason skrifar
Á meðan á mótmælunum stóð notuðu mótmælendur heimatilbúna skildi, meðal annars sem vörn gegn leyniskyttum.
Á meðan á mótmælunum stóð notuðu mótmælendur heimatilbúna skildi, meðal annars sem vörn gegn leyniskyttum. Vísir/AFP
Samkvæmt rannsókn stjórnvalda í Úkraínu skutu leyniskyttur úr sérsveit lögreglunnar á mótmælendur í Kænugarði dagana 18. – 20 febrúar. 76 mann létust af völdum leyniskyttnanna.

Arsen Avakov, innanríkisráðherra Úkraínu, hélt blaðamannafund nú í morgun þar sem hann sagði frá fyrstu niðurstöðum rannsóknar yfirvalda á skotárásunum.

Flestir mótmælendur voru skotnir á Instytutska götu nærri Maidan torgi. Avakov sagði að í átta þeirra hafi verið skotin með sömu byssunni.  Þá sagði ráðherrann að þegar væri búið að bera kennsl á einhverja af byssumönnunum.

Valentyn Nalyvaychenko, yfirmaður öryggisþjónustu Úkraínu, sagði útsendara leynisþjónustu Rússlands, FSB, hafa tekið þátt í skipulagningu aðgerða gegn mótmælendum. Hann bætti því við að FSB hafi sent heilu tonnin af sprengiefnum og byssum til Úkraínu með flugvélum.

Þá halda yfirvöld í Úkraínu því fram að morðin á mótmælendunum hafi verið framin undir beinni stjórnun Viktor Yanukovych, fyrrverandi forseta Úkraínu.

Búið er að gefa út handtökuskipun á forsetanum fyrrverandi og fyrrum yfirmanni öryggisþjónustunnar, Oleksandr Yakymenko.

Yanukovych hefur alltaf neitað þessum ásökunum.


Tengdar fréttir

Mótmælendur í Kænugarði endurskipuleggja sig

Loft var lævi blandið í höfuðborg Úkraínu í morgun, en í gær sló mótmælendum og lögreglu saman með þeim afleiðingum að tugir manna létust og fjöldi manna særðust.

Föstudagskvöld í Kænugarði

Ég hef komið víða en aldrei áður hingað til Kiev í Úkraínu. Ég sé Maiden-torg þar sem fjöldamorðin voru framin hinn 21. febrúar, fyrir nákvæmlega mánuði, út um hótelgluggann minn.

Móttaka hótelsins gerð að skyndihjálparstöð

"Ég sé Maiden-torg þar sem fjöldamorðin voru framin hinn 21. febrúar, fyrir nákvæmlega mánuði, út um hótelgluggann minn,“ skrifar fréttamaðurinn Heimir Már Pétursson í pistli á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×