Móttaka hótelsins gerð að skyndihjálparstöð Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 22. mars 2014 11:05 Í morgun, sé yfir torgið þar sem fjöldamorðin voru framin 21. febrúar síðastliðinn. VÍSIR/VALLI „Ég sé Maiden-torg þar sem fjöldamorðin voru framin hinn 21. febrúar, fyrir nákvæmlega mánuði, út um hótelgluggann minn,“ skrifar fréttamaðurinn Heimir Már Pétursson í pistli á Vísi. Heimir Már er ásamt ljósmyndara fréttastofu, Valgarði Gíslasyni, í Kiev í Úkraínu að fylgjast með gangi mála þar, þeir voru komnir til borgarinnar seinni partinn í gær.Móttakan gerð að skyndihjálparstöð „Það var orðið myrkur þegar við komum þannig að við höfum enn ekki séð torgið og nágrenni þess í skýru ljósi. En á leiðinni inn á hótelið sáum við haug af blómum, kertaljósum og ljósmyndum af fólki sem féll,“ skrifar Heimir. Konan, Viktoria, sem er þeim til aðstoðar sagði Heimi að móttaka hótelsins sem þeir dvelja á hafi verið skyndihjálparstöð sem læknar og hjúkrunarfólk í hópi mótmælenda settu upp. Á sama tíma og fréttamenn voru að mynda atburðina á torginu hafi leyniskyttur verið í öðrum gluggum að skjóta á fólk. „Þegar ég spyr Viktoriu hvaða camouflage-klæddu menn séu í lobbýinu og fyrir utan hótelið, hvort það séu lögreglumenn eða hermenn, segir hún að þetta séu byltingarliðar úr röðum almennings sem verja hótelið og fréttamenn, menn eins og mig,“ skrifar Heimir. Viktoria og Julian vinur hennar sóttu Heimi og Valgarð á flugvöllinn og þegar pistillinn er skrifaður eru fjórir og hálfur tími síðan. „Síðan þá hafa þau sagt okkur svo mikið að hugurinn nær ekki að geyma það allt. Bara tilfinninguna af sögum þeirra. Þau eru byltingarfólk. Þau telja að nú standi Úkraína á sögulegum þröskuldi, á hárfínni línu, með einstakt tækifæri sem gæti glatast á einu augnabliki, tækifærinu til að fá að tilheyra frjálsri Evrópu.“„Þetta var venjuleg húsmóðir sem mómælti spillingunni og vildi breytingar fyrir komandi kynslóðir“.Sá mann skotinn í höfuðið Julian lýsir því fyrir Heimi þegar hann var staddur fyrir utan heimili sitt ásamt kærustu sinni hinn örlagaríka dag, 21. febrúar. Þau hafi séð ungan mann ganga upp að öðrum manni sem stóð rétt hjá þeim. Maðurinn hafi svo skotið hinn í höfuðið. Á myndinni hér til hliðar sjást þau Viktoria og Julian við blómahaf rétt við hótelið. Þar sést líka ljósmynd af konu sem skotin var til bana af leyniskyttum í mótmælunum. Konan var um fimmtugt. „Viktoria benti okkur á myndina og sagði: „Þetta var venjuleg húsmóðir sem mómælti spillingunni og vildi breytingar fyrir komandi kynslóðir“. „Þetta var þá þannig kona, hugsaði ég með mér. Hún minnti mig á fjölmargar konur á svipuðum aldri á Íslandi, frænkur og vinkonur, en hún var semsagt skotin af leyniskyttu fyrir um mánuði hér fyrir utan hótelgluggann minn,“ skrifar Heimir.Vonbrigðin með Vesturlönd augljós „Þau horfa til Vesturlanda og vonbrigðin yfir viðbrögðum þeirra eru augljós. Þau óttast að land þeirra verði enn og aftur ofurselt einræði og kúgun. Að Pútín nái yfirhöndinni í landinu öllu með efnahagslegum og pólitískum brögðum,“ skrifar Heimir. Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
„Ég sé Maiden-torg þar sem fjöldamorðin voru framin hinn 21. febrúar, fyrir nákvæmlega mánuði, út um hótelgluggann minn,“ skrifar fréttamaðurinn Heimir Már Pétursson í pistli á Vísi. Heimir Már er ásamt ljósmyndara fréttastofu, Valgarði Gíslasyni, í Kiev í Úkraínu að fylgjast með gangi mála þar, þeir voru komnir til borgarinnar seinni partinn í gær.Móttakan gerð að skyndihjálparstöð „Það var orðið myrkur þegar við komum þannig að við höfum enn ekki séð torgið og nágrenni þess í skýru ljósi. En á leiðinni inn á hótelið sáum við haug af blómum, kertaljósum og ljósmyndum af fólki sem féll,“ skrifar Heimir. Konan, Viktoria, sem er þeim til aðstoðar sagði Heimi að móttaka hótelsins sem þeir dvelja á hafi verið skyndihjálparstöð sem læknar og hjúkrunarfólk í hópi mótmælenda settu upp. Á sama tíma og fréttamenn voru að mynda atburðina á torginu hafi leyniskyttur verið í öðrum gluggum að skjóta á fólk. „Þegar ég spyr Viktoriu hvaða camouflage-klæddu menn séu í lobbýinu og fyrir utan hótelið, hvort það séu lögreglumenn eða hermenn, segir hún að þetta séu byltingarliðar úr röðum almennings sem verja hótelið og fréttamenn, menn eins og mig,“ skrifar Heimir. Viktoria og Julian vinur hennar sóttu Heimi og Valgarð á flugvöllinn og þegar pistillinn er skrifaður eru fjórir og hálfur tími síðan. „Síðan þá hafa þau sagt okkur svo mikið að hugurinn nær ekki að geyma það allt. Bara tilfinninguna af sögum þeirra. Þau eru byltingarfólk. Þau telja að nú standi Úkraína á sögulegum þröskuldi, á hárfínni línu, með einstakt tækifæri sem gæti glatast á einu augnabliki, tækifærinu til að fá að tilheyra frjálsri Evrópu.“„Þetta var venjuleg húsmóðir sem mómælti spillingunni og vildi breytingar fyrir komandi kynslóðir“.Sá mann skotinn í höfuðið Julian lýsir því fyrir Heimi þegar hann var staddur fyrir utan heimili sitt ásamt kærustu sinni hinn örlagaríka dag, 21. febrúar. Þau hafi séð ungan mann ganga upp að öðrum manni sem stóð rétt hjá þeim. Maðurinn hafi svo skotið hinn í höfuðið. Á myndinni hér til hliðar sjást þau Viktoria og Julian við blómahaf rétt við hótelið. Þar sést líka ljósmynd af konu sem skotin var til bana af leyniskyttum í mótmælunum. Konan var um fimmtugt. „Viktoria benti okkur á myndina og sagði: „Þetta var venjuleg húsmóðir sem mómælti spillingunni og vildi breytingar fyrir komandi kynslóðir“. „Þetta var þá þannig kona, hugsaði ég með mér. Hún minnti mig á fjölmargar konur á svipuðum aldri á Íslandi, frænkur og vinkonur, en hún var semsagt skotin af leyniskyttu fyrir um mánuði hér fyrir utan hótelgluggann minn,“ skrifar Heimir.Vonbrigðin með Vesturlönd augljós „Þau horfa til Vesturlanda og vonbrigðin yfir viðbrögðum þeirra eru augljós. Þau óttast að land þeirra verði enn og aftur ofurselt einræði og kúgun. Að Pútín nái yfirhöndinni í landinu öllu með efnahagslegum og pólitískum brögðum,“ skrifar Heimir.
Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira