Erlent

Aðgerðasinnar á Krímskaga tóku flotaforingja til fanga

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Við herstöðina í Sevastópól í dag.
Við herstöðina í Sevastópól í dag. vísir/afp
Aðgerðasinnar sem eru hallir undir Rússland hafa tekið flotaforingja úkraínska hersins á Krímskaga til fanga og hafa nú höfuðstöðvar flotans í Sevastópól á valdi sínu.

Rússneska fánanum er flaggað við höfuðstöðvarnar en skrifað var undir sáttmála þess efnis í gær að Krímskagi skyldi slíta sig frá Úkraínu og ganga inn í Rússland.

Í gær var ráðist á herstöð í borginni Simferópól, sem einnig er á skaganum, og lét einn úkraínskur hermaður lífið í skothríð við stöðina.


Tengdar fréttir

Einn lést í skotárás á Krímskaga

Rússneskir hermenn eru sagðir sitja um herstöð í borginni Simferópól. Forsætisráðherra Úkraínu segir hernaðarástand ríkja á skaganum.

Pútín gagnrýnir afskipti Vesturveldanna

Vladimír Pútín ávarpaði rússneska þingið í dag eftir að hafa undirritað sáttmála við leiðtoga Krímskaga um að landsvæðið yrði formlega hluti af Rússlandi. Hann sagði ráðamenn í Úkraínu rússafælna gyðingahatara og gagnrýndi vesturveldin fyrir afskipti af nýafstöðnum kosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×