Innlent

Pútín gagnrýnir afskipti Vesturveldanna

Birta Björnsdóttir skrifar
Vladímír Pútín undirritaði í dag sáttmála við leiðtoga í Krím um að gerast formlega hluti af Rússlandi, og um að borgin Sevastópól á Krímskaga gangi einnig inn í Rússland.

Pútín hélt svo heillanga ræðu þar sem hann sagði meðal annars Rússland og Úkraínu vera eina þjóð. Hann sagði ringulreið ríkja í Úkraínu þessa stundina því rússafælnir gyðingahatarar og öfgamenn séu þar við völd.

Þá sagðist Pútín vera ósáttur við aðfinnslur vesturveldanna vegna nýafstaðinna kosninga, en Barack Obama Bandaríkjaforseti og ráðamenn í Evrópusambandinu hafa sagt kosningarnar ólöglegar.

Þann 17.mars fóru fram kosningar á Krím-skaga. Þær voru haldnar í takt við lýðræðislegar venjur og samræmdust alþjóðlegum lögum. Yfir 96% kjósenda vildu sameinast Rússlandi á ný. Tölurnar tala sínu máli," sagði Pútín meðal annars.

„Samkvæmt upplýsingum frá BBC lést úkraínskur hermaður eftir skotárás á herstöð í borginni Simferópól fyrr í dag. Arsení Jatsenjúk, forsætisráðherra Úkraínu, segir hernaðarástand nú ríkja á Krímskaga og fullyrðir að rússneskir hermenn hafi skotið á herstöðina. Hann segir að um stríðsglæp sé að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×