Erlent

Einn lést í skotárás á Krímskaga

Haukru Viðar Alfreðsson skrifar
Ekki er staðfest hvort rússneskir hermenn standi á bak við árásina.
Ekki er staðfest hvort rússneskir hermenn standi á bak við árásina. vísir/afp
Úkraínskur hermaður er sagður látinn eftir árás á herstöð í borginni Simferópól fyrir skömmu. Fréttaritari BBC á svæðinu greinir frá að minnsta kosti tveimur skothríðum á herstöðinni en meðlimir innanríkisráðuneytisins voru meðal þeirra sem voru þar inni.

Rússneski fréttavefurinn Pravda segir alla úkraínsku hermennina hafa verið handtekna og skilríki og fjármunir þeirra hafi verið gerð upptæk. Þeim hafi verið stillt upp fyrir framan herstöðina og þeir afvopnaðir. Ekki er staðfest hvort rússneskir hermenn hafi staðið á bak við árásina.

Arsení Jatsenjúk, forsætisráðherra Úkraínu, segir hernaðarástand nú ríkja á Krímskaga og fullyrðir að rússneskir hermenn hafi skotið á herstöðina. Hann segir að um stríðsglæpi sé að ræða.

Þá greinir Reuters-fréttastofan frá því að bandarísk yfirvöld fordæmi ákvörðun Vladímírs Pútín Rússlandsforseta að innlima Krím inn í Rússland, en sáttmáli var undirritaður þess efnis fyrr í dag.

Bein útsending frá herstöðinni

Tengdar fréttir

Rætt um auknar refsiaðgerðir gegn Rússum

Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast í Brussel fyrir hádegi í dag til þess að ræða frekari viðskiptaþvinganir gegn Rússum í kjölfar þess að íbúar á Krímskaga ákváðu í atkvæðagreiðslu að ganga Rússum á hönd og kljúfa sig frá Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×