Erlent

Vitni segist hafa heyrt rifrildi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Oscar Pistorius íbygginn í réttarsal í dag.
Oscar Pistorius íbygginn í réttarsal í dag. VISIR/AFP
Vitni í máli Oscars Pistorius sagði í dag að það hafi heyrt eitthvað sem hljómaði eins og rifrildi kvöldið sem Reeva Steenkamp lést.

Á rifrildið að hafa átt sér stað einungis klukkustund áður en skotunum var hleypt af sem bönuðu unnustu Pistorius.

Í kjölfar byssuhvellana heyrði vitnið, Estelle van der Merwe, hávært öskur.

„Ég spurði eiginmann minn hver það væri sem öskraði svona og hann sagðist halda að það væri Oscar,“ sagði der Merwe sem býr á móti íbúð Pistorus.

Í morgun héldu yfirheyrslu yfir Michelle Burger áfram en hún og Estelle van der Merwe eru í hópi 107 mögulegra vitna sem gætu þurft að tjá upplifun sína á réttarhöldunum.

Burger brast í grát í morgun eftir spurningar frá verjanda Pistorius sem gekk ítrekað á eftir svörum frá vitninu.

Kenny Oldwage, lögmaður spretthlauparans, þráspurði Michelle Burger sömu spurninganna þangað til að dómarinn í málinu, Thokozile Masipa, neyddist til að segja vitninu að svara einungis játandi eða neitandi.

Búist er við því að dómsmálið standi yfir í þrjár vikur.


Tengdar fréttir

Nágranni heyrði skelfingaröskur Reevu

Suður-afríski íþróttamaðurinn Oscar Pistorius sagðist fyrir dómi í gær vera saklaus af ásökunum saksóknara um að hafa myrt Reevu Steenkamp, kærustu sína, á Valentínusardaginn í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×