Erlent

Pistorius sagður hafa skotið úr byssu á veitingastað

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Vitni við réttarhöldin yfir Oscar Pistorius segir hann hafa hleypt af skoti á veitingastað á síðasta ári, í þeim mánuði sem hann er grunaður um að hafa myrt kærustu sína, Reeva Steenkamp. Kevin Lerena sagðist hafa verið á veitingastaðnum ásamt Darren Fresco.

Fresco hafi rétt Pistorius skammbyssu og sagt að það væri eitt skot í hlaupinu. Þá hafi heyrst skothljóð og við fætur Lerena hafi verið gat á gólfinu eftir byssukúluna. „Hún strauk tánna á mér, en ég særðist ekki.“

Lerena segir Pistorius hafa beðið eiganda byssunnar, Darren Fresco, að taka á sig sökina og hann hafi samþykkt það. Með þessu vildi saksóknari sýna fram á að Oscar Pistorius væri skotglaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×