Evrópusambandið íhugar aðgerðir gegn Úkraínu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. febrúar 2014 17:30 Slasaður mótmælandi eftir átök við lögreglu. vísir/afp Evrópusambandið íhugar nú aðgerðir gegn yfirvöldum í Úkraínu í kjölfar átakanna sem gengið hafa yfir undanfarið og náðu hámarki í nótt. Að minnsta kosti 26 létu lífið í Kænugarði í átökum á milli lögreglu og mótmælenda og yfir þúsund eru sagðir slasaðir.Jose Manuel Barroso, forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir í yfirlýsingu að sambandið styðji við bakið á Úkraínumönnum á leið sinni að endurbótum, lýðræði og friði.Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segist ætla að beita sér fyrir því í samstarfi við önnur Evrópusambandsríki að Úkraína verði beitt viðskiptaþvingunum vegna framgöngu lögreglunnar. Þetta hafa aðrir leiðtogar tekið undir í dag. Þá eru utanríkisráðherrar Frakklands, Póllands og Þýskalands á leið til Úkraínu þar sem þeir munu freista þess að ræða við stjórnvöld um ástandið.Viktor Janúkovítsj, forseti Úkraínu, hefur lýst yfir þjóðarsorg í landinu á morgun. Hann hvetur leiðtoga stjórnarandstöðunnar til að spyrða sig ekki við „öfgahópa sem þrífist á blóðsúthellingum og átökum“. Þá fjallaði Frans páfi um málefni Úkraínu í messu í Vatíkaninu í dag. Hann hvatti stríðandi fylkingar til að láta af ofbeldinu og koma á friði í landinu.Mótmælendur grafa upp gangstéttarhellur til þess að henda í lögreglumenn.vísir/afpMótmælandi í Kænugarði stendur fyrir framan brennandi jeppa.vísir/afpSlasaður lögreglumaður leiddur á brott af félögum sínum.vísir/afpMótmælin teygja anga sína víða. Þessi mynd var tekin fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í borginni Lviv í vesturhluta Úkraínu.vísir/afpMótmælandi mundar múrstein í Kænugarði.vísir/afpViktor Janúkovítsj, forseti Úkraínu, hefur lýst yfir þjóðarsorg í landinu.vísir/afp Úkraína Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Sjá meira
Evrópusambandið íhugar nú aðgerðir gegn yfirvöldum í Úkraínu í kjölfar átakanna sem gengið hafa yfir undanfarið og náðu hámarki í nótt. Að minnsta kosti 26 létu lífið í Kænugarði í átökum á milli lögreglu og mótmælenda og yfir þúsund eru sagðir slasaðir.Jose Manuel Barroso, forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir í yfirlýsingu að sambandið styðji við bakið á Úkraínumönnum á leið sinni að endurbótum, lýðræði og friði.Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segist ætla að beita sér fyrir því í samstarfi við önnur Evrópusambandsríki að Úkraína verði beitt viðskiptaþvingunum vegna framgöngu lögreglunnar. Þetta hafa aðrir leiðtogar tekið undir í dag. Þá eru utanríkisráðherrar Frakklands, Póllands og Þýskalands á leið til Úkraínu þar sem þeir munu freista þess að ræða við stjórnvöld um ástandið.Viktor Janúkovítsj, forseti Úkraínu, hefur lýst yfir þjóðarsorg í landinu á morgun. Hann hvetur leiðtoga stjórnarandstöðunnar til að spyrða sig ekki við „öfgahópa sem þrífist á blóðsúthellingum og átökum“. Þá fjallaði Frans páfi um málefni Úkraínu í messu í Vatíkaninu í dag. Hann hvatti stríðandi fylkingar til að láta af ofbeldinu og koma á friði í landinu.Mótmælendur grafa upp gangstéttarhellur til þess að henda í lögreglumenn.vísir/afpMótmælandi í Kænugarði stendur fyrir framan brennandi jeppa.vísir/afpSlasaður lögreglumaður leiddur á brott af félögum sínum.vísir/afpMótmælin teygja anga sína víða. Þessi mynd var tekin fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í borginni Lviv í vesturhluta Úkraínu.vísir/afpMótmælandi mundar múrstein í Kænugarði.vísir/afpViktor Janúkovítsj, forseti Úkraínu, hefur lýst yfir þjóðarsorg í landinu.vísir/afp
Úkraína Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Sjá meira