Erlent

Leikarinn sem flúði nasismann látinn

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Schell ólst upp í Svissfrá átta ára aldri en fjölskylda hans flúði nasismann í Austurríki árið 1938.
Schell ólst upp í Svissfrá átta ára aldri en fjölskylda hans flúði nasismann í Austurríki árið 1938. MYND/AFP
Austurríski leikarinn Maximilian Schell lést á föstudaginn 83 ára að aldri. Hann lést á sjúkrahúsi eftir stutt veikindi. Hann er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í myndinni Réttarhöldin í Nuremberg árið 1961. Fyrir þann leik fékk hann meðal annars Óskarinn.

Í myndinni lék hann verjanda nasista sem höfðu dæmt saklausa menn til dauða.

Leikarinn að taka við Óskarsverðlaunum.
Hann fékk fleiri verðlaun fyrir leik sinn í myndinni um réttarhöldin, meðal annars Golden Globe. Í kjölfarið lék hann í fleiri áberandi kvikmyndum og var tilnefndur til tveggja Óskars-verðlauna til viðbótar.

Schell ólst upp í Svissfrá átta ára aldri en fjölskylda hans flúði nasismann í Austurríki árið 1938.

Schell gerði heimildarmynd um leikkonuna Marlene Dietrich árið 1984 og fékk hann mikið lof fyrir þá mynd og hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta heimildarmyndin. En áður höfðu þau leikið saman í myndinni um réttarhöldin árið 1961.

Hér að neðan má sjá brot úr myndinni Réttarhöldin við Nuremberg þar sem Schell fer með hlutverk verjandans:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×