Erlent

Tignarlegur Pútín prýðir forsíðu The Economist

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Á forsíðunni sjálfri er mynd af forsetanum í tignarlegri stöðu á skautasvelli.
Á forsíðunni sjálfri er mynd af forsetanum í tignarlegri stöðu á skautasvelli.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er gagnrýndur í forsíðugrein tímaritsins The Economist sem kom út um helgina.

Á forsíðunni sjálfri er mynd af forsetanum í tignarlegri stöðu á skautasvelli en ljóst er að myndin hefur verið sett saman í myndvinnsluforriti. Í bakgrunni myndarinnar sést rússnesk skautakona hrynja niður um svellið, sem er táknrænt fyrir þá ýmsu vankanta sem finna má á framkvæmd leikanna.

Í greininni kemur fram að yfirvöld í Rússlandi hafi eytt um 50 milljörðum dala (5.800 milljörðum króna) í leikana, en það er fjórfaldur kostnaður við Ólympíuleikana í Lundúnum árið 2012.

Þá er Pútín gagnrýndur fyrir framgöngu sína í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands og fyrir að auka útgjöld ríkisins í hernaðarmálum.

Lesa má greinina í heild sinni á vef The Economist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×