Enski boltinn

Walcott brosti á sjúkrabörunum og sýndi stöðuna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Theo Walcott á börunum.
Theo Walcott á börunum. Mynd/NordicPhotos/Getty
Theo Walcott var borinn af velli þegar Arsenal komst áfram í 32 liða úrslit ensku bikarkeppninnar í kvöld eftir sannfærandi 2-0 sigur á nágrönnum sínum í Tottenham. Walcott leyfði sér samt að brosa á börunum þegar hann var borinn af velli.

Walcott og félagar unnu öruggan sigur í leiknum og átti Theo Walcott stóran þátt í fyrsta markinu. Hann meiddist hinsvegar á hné í lok leiksins. Liðið þurfti því að spila manni færri síðustu tíu mínúturnar þar sem að Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var búinn að með allar skiptingarnar.

Theo Walcott fékk eitthvað að heyra það frá stuðningsmönnum Tottenham þegar hann var á börunum en lét þá ekkert svekkja sig heldur brosti til baka og sýndi stöðuna í leiknum - 2-0 fyrir Arsenal.

Það væri slæmt fyrir Arsenal að missa Theo Walcott enn á ný í meiðsli en ef marka má viðbrögð hans á börunum þá ætti stuðningsmenn Arsenal að leyfa sér að vera bjartsýnir. Það lítur þó aldrei vel út þegar leikmenn fá slink á hnéð.



Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×