Enski boltinn

Wenger býst ekki við að Walcott lendi í vandræðum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Theo Walcott.
Theo Walcott. Mynd/AP
Arsenal-maðurinn Theo Walcott stal senunni í kvöld þegar hann var borinn af velli undir lokin í bikarsigri Arsenal á móti Tottenham.

Walcott brást við „árásum" stuðningsmanna Tottenham með því að brosa og sýna stöðuna í leiknum með höndunum en hún var þá 2-0 fyrir Arsenal sem urðu svo lokatölur leiksins.

Stuðningsmenn Tottenham létu sér ekki nægja að öskra á Walcott heldur létu þeir einnig rigna yfir hann smápeningum.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var spurður út í viðbrögð Theo Walcott og það að einhver gæti túlkað þau sem tilraun til að æsa upp stuðningsmenn Tottenham-liðsins.

„Ég held að hann lendi ekki í veseni útaf þessu. Hann var ekki agressívur og gerði þetta með bros á vör," sagði Wenger sem sagði þetta hafi verið viðbrögð við því að stuðningsmenn Tottenham hentu peningum í Walcott.

„Læknirinn okkar sagði að smápeningunum hefðu rignt yfir þá og þeir voru að reyna að verja Theo. Það á örugglega sinn þátt í því að hann brást svona við," sagði Arsene Wenger eftir leikinn.

Kannski er ein af lausnunum að bera leikmenn hér eftir styðstu leið útaf af vellinum en ekki meðfram öllum leikvellinum eins og í tilfelli Theo Walcott í kvöld.

Fleiri en Wenger eru reyndar farnir að taka upp hanskann fyrir Theo Walcott.  Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan, er mikill stuðningsmaður Arsenal og hann tilkynnti það á twitter að ef Walcott fengi sekt fyrir athæfið myndi hann borga hana úr eigin vasa.

Theo Walcott á sjúkrabörunum.Mynd/AP
Vallarstarfsmaður með hluta smápeningana sem var kastað í Theo Walcott.Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×