Erlent

Þjóðarsorg í Úkraínu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Oleksandr Túrtsjínov, forseti Úkraínu, lýsti í dag yfir tveggja daga þjóðarsorg í landinu .

Aldrei hafa fleiri fallið í átökum í landinu í marga mánuði, en alls fimmtíu létu lífið. Níu þeirra létust í átökum í austurhluta Úkraínu og fjörutíu og tveir í suðvesturhluta Úkraínu, Odessa.

Úkraínustjórn fullyrti  í gær að stjórnarherinn hefði fellt eða sært fjölda uppreisnarmanna. Stjórnin skýrði einnig frá því að tveir hermenn úr stjórnarhernum hefðu látið lífið.

Rússlandsstjórn sagði atburði gærdagsins greinilegt merki þess að tveggja vikna gamalt friðarsamkomulag, sem gert var í Genf, sé að engu orðið.

Uppreisnarmenn í austanverðri Úkraínu skutu niður tvær þyrlur stjórnarhersins í gær, eftir að stjórnarherinn í Úkraínu hóf fyrstu stórsókn sína gegn þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×