Rodgers: Auðvitað fylgir því áhætta að fá Balotelli Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. ágúst 2014 07:45 Mario Balotelli gæti reynst happafengur fyrir Liverpool. vísir/getty Ítalski vandræðagemsinn Mario Balotelli gekk í raðir Liverpool í gær, en hann skrifaði undir þriggja ára samning. Liverpool borgar AC Milan 16 milljónir punda fyrir leikmanninn. Balotelli spilaði tvö og hálft tímabil með Manchester City og komst þá álíka mikið í fréttirnar fyrir vandræði utan vallar, en þó eru allir sammála um að þarna er á ferð gífurlega hæfileikaríkur leikmaður. „Okkur finnst við geta fengið hann til liðs við okkur, bætt hann sem leikmann og hjálpað honum að þroskast sem ungur karlmaður,“ sagði BrendanRodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, um kaupin á Balotelli eftir 3-1 tapið gegn City í gær. „Það velkist enginn í vafa um hæfileika hans, en tíminn mun leiða í ljós hvað gerðist. Auðvitað fylgir þessu áhætta, ég ætla ekki að mótmæla því. Hann veit hann verður að aðlagast okkar siðum og vonandi gerir það hann að betri manni." Balotelli var í liði Manchester City sem varð Englandsmeistari 2012, en hann skoraði 30 mörk í 80 leikjum í öllum keppnum fyrir City. Hann fékk fjórum sinnum að líta rauða spjaldið og var myndaður rífast við RobertoMancini, þáverandi knattspyrnustjóra Man. City, á æfingu rétt áður en hann var seldur til Ítalíu. „Ég talaði ekki við neinn um Balotelli því ef ég hefði gert það hefði ég fengið allskonar sögur af honum,“ sagði Rodgers. „Ég veit hvað við erum að fá. Þetta er útreiknuð áhætta, en mér hefur litist vel hann við fyrstu kynni. Hann veit sína galla og vill nú fá hjálp og þá er ekki til betra félag fyrir neinn en Liverpool,“ sagði Brendan Rodgers. Enski boltinn Tengdar fréttir Balotelli genginn í raðir Liverpool Liverpool staðfesti rétt í þessu að félagið hefði gengið frá kaupunum á framherjanum Mario Balotelli frá AC Milan. 25. ágúst 2014 11:36 Balotelli ekki áhættunar virði Ítalski framherjinn gengur í raðir Liverpool í dag fyrir 16 milljónir punda. 25. ágúst 2014 08:15 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Sjá meira
Ítalski vandræðagemsinn Mario Balotelli gekk í raðir Liverpool í gær, en hann skrifaði undir þriggja ára samning. Liverpool borgar AC Milan 16 milljónir punda fyrir leikmanninn. Balotelli spilaði tvö og hálft tímabil með Manchester City og komst þá álíka mikið í fréttirnar fyrir vandræði utan vallar, en þó eru allir sammála um að þarna er á ferð gífurlega hæfileikaríkur leikmaður. „Okkur finnst við geta fengið hann til liðs við okkur, bætt hann sem leikmann og hjálpað honum að þroskast sem ungur karlmaður,“ sagði BrendanRodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, um kaupin á Balotelli eftir 3-1 tapið gegn City í gær. „Það velkist enginn í vafa um hæfileika hans, en tíminn mun leiða í ljós hvað gerðist. Auðvitað fylgir þessu áhætta, ég ætla ekki að mótmæla því. Hann veit hann verður að aðlagast okkar siðum og vonandi gerir það hann að betri manni." Balotelli var í liði Manchester City sem varð Englandsmeistari 2012, en hann skoraði 30 mörk í 80 leikjum í öllum keppnum fyrir City. Hann fékk fjórum sinnum að líta rauða spjaldið og var myndaður rífast við RobertoMancini, þáverandi knattspyrnustjóra Man. City, á æfingu rétt áður en hann var seldur til Ítalíu. „Ég talaði ekki við neinn um Balotelli því ef ég hefði gert það hefði ég fengið allskonar sögur af honum,“ sagði Rodgers. „Ég veit hvað við erum að fá. Þetta er útreiknuð áhætta, en mér hefur litist vel hann við fyrstu kynni. Hann veit sína galla og vill nú fá hjálp og þá er ekki til betra félag fyrir neinn en Liverpool,“ sagði Brendan Rodgers.
Enski boltinn Tengdar fréttir Balotelli genginn í raðir Liverpool Liverpool staðfesti rétt í þessu að félagið hefði gengið frá kaupunum á framherjanum Mario Balotelli frá AC Milan. 25. ágúst 2014 11:36 Balotelli ekki áhættunar virði Ítalski framherjinn gengur í raðir Liverpool í dag fyrir 16 milljónir punda. 25. ágúst 2014 08:15 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Sjá meira
Balotelli genginn í raðir Liverpool Liverpool staðfesti rétt í þessu að félagið hefði gengið frá kaupunum á framherjanum Mario Balotelli frá AC Milan. 25. ágúst 2014 11:36
Balotelli ekki áhættunar virði Ítalski framherjinn gengur í raðir Liverpool í dag fyrir 16 milljónir punda. 25. ágúst 2014 08:15