Enski boltinn

Balotelli ekki áhættunar virði

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mario Balotelli er á leiðinni á Anfield.
Mario Balotelli er á leiðinni á Anfield. vísir/getty
Mario Balotelli gengur frá félagaskiptum sínum frá AC Milan til Liverpool í dag, að því fram kemur í frétt Sky Sports í morgun.

Ítalski framherjinn eyddi föstudagskvöldinu á Melwood, æfingasvæði Liverpool, þar sem hann gekkst undir læknisskoðun, en Liverpool borgar fyrir hann 16 milljónir punda.

Hann nær þó ekki leiknum gegn sínu gamla félagi, Manchester City, í kvöld, en liðin eigast við í stórleik annarrar umferðar ensku úrvalsdeildarinnar á Etihad-vellinum.

Margir eru efins um kaup Liverpool á Balotelli sem er einstakur karakter svo ekki sé meira sagt. Þar á meðal er GraemeSouness, fyrrverandi leikmaður liðsins.

„Þetta er risastór áhætta hjá BrendanRodgers. Og þetta er heldur ekki áhætta sem hann þarf að taka því hann er með sterkan hóp leikmanna,“ skrifaði Souness í pistli í Sunday Times.

„Stundum virðist hann ekki hafa gaman að því að spila fótbolta. Stórlið geta vel komist af án leikmanna sem velja hvenær þeir nenna að spila. Það er mikil áhætta að fá Balotelli og ekki myndi ég vilja hann,“ segir Grame Souness.


Tengdar fréttir

AC Milan staðfestir viðræður um Balotelli

AC Milan staðfesti rétt í þessu á heimasíðu sinni að félagið er í viðræðum við félag sem talið er að sé Liverpool um kaupverðið á Mario Balotelli, framherja ítalska stórveldisins. Balotelli gæti því snúið aftur í enska boltann átján mánuðum eftir að hann fór frá Manchester City.

Balotelli má ekki við því að mistakast

Mino Raiola umboðsmaður Mario Balotelli sem er við það að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Liverpool segir að ítalski framherjanum megi ekki mistakast í Bítlaborginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×