McCain segir Obama hafa gert Bandaríkin veikburða í augum heimsins Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 14. mars 2014 16:33 John McCain öldungadeildarþingmaður (t.v.) og Barack Obama Bandaríkjaforseti. vísir/afp „Obama hefur látið Bandaríkin líta veiklulega út.“ Þetta er fyrirsögn greinar eftir öldungadeildarþingmanninn John McCainsem New York Times birtir í dag. McCain var frambjóðandi repúblikanaflokksins til forsetakosninganna 2008 og laut í lægra haldi fyrir Barack Obama, frambjóðanda demókrata. Hann segir landsmönnum hafa verið sagt það síðustu fimm ár að Bandaríkin geti haft sig minna í frammi á alþjóðavettvangi án þess að það hafi áhrif á hagsmuni þerra og gildi. „Þetta hefur gert Bandaríkin veikburða í augum heimsins og það ögrar fólki eins og herra Pútín.“ Á McCain þar við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, en hermenn á hans vegum eru reiðubúnir til átaka á Krímskaga ef þess þykir þurfa.Vladímír Pútín, forseti Rússlands.vísir/afpHann segir Obama hafa látið andstæðinga Bandaríkjamanna komast upp með allt of mikið og nefnir hann Afganistan og Írak sem dæmi. „Fjárveitingar til varnarmála hafa verið minnkaðar upp á von og óvon en ekki af herkænsku. Íranir og Kínverjar hafa níðst á bandamönnum Bandaríkjamanna án afleiðinga. Og það versta af öllu, þá notaði Bashar al-Assad efnavopn í Sýrlandi, og komst upp með það.“ Hann segir framganga Pútíns á Krímskaga endurspegla minnkandi trúverðugleika Bandaríkjanna á heimsvísu. Obama verði að endurheimta hann og Krímskagi sé staðurinn til þess. McCain talar ekki fyrir hernaðarlegri íhlutun Bandaríkjamanna en leggur til umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn rússneskum ráðamönnum og vill hann að Rússland verði einangrað á alþjóðavettvangi. Þá vill hann að Bandaríkjamenn styðji enn frekar við bakið á hermönnum og óbreyttum borgurum í Úkraínu. Hann segir að þó Obama hafi sagt að Bandaríkin væru ekki í samkeppni við Rússland, þá líti Pútín svo á að Rússland sé í samkeppni við Bandaríkin. Þá líkir McCain valdstöðu Rússlands við bensínstöð í samanburði við Bandaríkin. „Rússar munu á endanum snúast gegn Pútín á sama hátt og af sömu ástæðum og Úkraínumenn snerust gegn Viktori Janúkovítsj. Við verðum að búa okkur undir það strax. Við verðum að sýna almenningi í Rússlandi að við styðjum við mannréttindi þeirra.“ Grein McCains má lesa í heild sinni inni á vef New York Times. Úkraína Tengdar fréttir Obama heitir Úkraínumönnum stuðningi Barack Obama Bandaríkjaforseti tók á móti settum forsætisráðherra Úkraínu, Arsení Jatsenjúk, í Hvíta húsinu í gærkvöldi. Ástandið á Krímskaga var að sjálfsögðu til umfjöllunar og hét Obama því að standa með Úkraínu í deilum þeirra við Rússa. 13. mars 2014 08:27 Rússar svara Bandaríkjamönnum fullum hálsi Vladímír Pútín hefur sagt Barack Obama að Rússar vilji vernda rússneskumælandi íbúa Úkraínu. 2. mars 2014 10:04 Harðorður í garð Rússa John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var harðorður í garð Rússa í heimsókn sinni til Kænugarðs í gær. Hann telur að þeir hafi skáldað upp ástæður fyrir því að skipta sér af málefnum Úkraínu. Pútín sakar Vesturlönd um að hafa ýtt undir stjórnleysi 5. mars 2014 07:00 Obama varar Rússa við hernaðaraðgerðum í Úkraínu Barack Obama bandaríkjaforseti flutti ávarp í Hvíta húsinu í gær þar sem hann varaði Pútín við frekari hernaðaríhlutun í Úkraínu, og sagðist óttast að afskipti rússneskra stjórnvalda ógni stöðugleika á svæðinu. 1. mars 2014 12:59 Kerry og Lavrov funda vegna Úkraínu Að minnsta kosti tíu þúsund rússneskir hermenn taka nú þátt í heræfingum skammt frá landamærum Úkraínu. 14. mars 2014 11:14 John Kerry: „Bandaríkin styðja úkraínsku þjóðina“ Utanríkisráðherra Bandaríkjanna talaði við blaðamenn í Kænugarði í dag. 4. mars 2014 19:25 Algjört óvissuástand á Krímskaga Allt er á suðupunkti á Krímskaga en úkraínski herinn er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra átaka við Rússa. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fordæmir hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu og hótar að beita rússnesk stjórnvöld viðskiptaþvingunum. 2. mars 2014 19:29 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
„Obama hefur látið Bandaríkin líta veiklulega út.“ Þetta er fyrirsögn greinar eftir öldungadeildarþingmanninn John McCainsem New York Times birtir í dag. McCain var frambjóðandi repúblikanaflokksins til forsetakosninganna 2008 og laut í lægra haldi fyrir Barack Obama, frambjóðanda demókrata. Hann segir landsmönnum hafa verið sagt það síðustu fimm ár að Bandaríkin geti haft sig minna í frammi á alþjóðavettvangi án þess að það hafi áhrif á hagsmuni þerra og gildi. „Þetta hefur gert Bandaríkin veikburða í augum heimsins og það ögrar fólki eins og herra Pútín.“ Á McCain þar við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, en hermenn á hans vegum eru reiðubúnir til átaka á Krímskaga ef þess þykir þurfa.Vladímír Pútín, forseti Rússlands.vísir/afpHann segir Obama hafa látið andstæðinga Bandaríkjamanna komast upp með allt of mikið og nefnir hann Afganistan og Írak sem dæmi. „Fjárveitingar til varnarmála hafa verið minnkaðar upp á von og óvon en ekki af herkænsku. Íranir og Kínverjar hafa níðst á bandamönnum Bandaríkjamanna án afleiðinga. Og það versta af öllu, þá notaði Bashar al-Assad efnavopn í Sýrlandi, og komst upp með það.“ Hann segir framganga Pútíns á Krímskaga endurspegla minnkandi trúverðugleika Bandaríkjanna á heimsvísu. Obama verði að endurheimta hann og Krímskagi sé staðurinn til þess. McCain talar ekki fyrir hernaðarlegri íhlutun Bandaríkjamanna en leggur til umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn rússneskum ráðamönnum og vill hann að Rússland verði einangrað á alþjóðavettvangi. Þá vill hann að Bandaríkjamenn styðji enn frekar við bakið á hermönnum og óbreyttum borgurum í Úkraínu. Hann segir að þó Obama hafi sagt að Bandaríkin væru ekki í samkeppni við Rússland, þá líti Pútín svo á að Rússland sé í samkeppni við Bandaríkin. Þá líkir McCain valdstöðu Rússlands við bensínstöð í samanburði við Bandaríkin. „Rússar munu á endanum snúast gegn Pútín á sama hátt og af sömu ástæðum og Úkraínumenn snerust gegn Viktori Janúkovítsj. Við verðum að búa okkur undir það strax. Við verðum að sýna almenningi í Rússlandi að við styðjum við mannréttindi þeirra.“ Grein McCains má lesa í heild sinni inni á vef New York Times.
Úkraína Tengdar fréttir Obama heitir Úkraínumönnum stuðningi Barack Obama Bandaríkjaforseti tók á móti settum forsætisráðherra Úkraínu, Arsení Jatsenjúk, í Hvíta húsinu í gærkvöldi. Ástandið á Krímskaga var að sjálfsögðu til umfjöllunar og hét Obama því að standa með Úkraínu í deilum þeirra við Rússa. 13. mars 2014 08:27 Rússar svara Bandaríkjamönnum fullum hálsi Vladímír Pútín hefur sagt Barack Obama að Rússar vilji vernda rússneskumælandi íbúa Úkraínu. 2. mars 2014 10:04 Harðorður í garð Rússa John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var harðorður í garð Rússa í heimsókn sinni til Kænugarðs í gær. Hann telur að þeir hafi skáldað upp ástæður fyrir því að skipta sér af málefnum Úkraínu. Pútín sakar Vesturlönd um að hafa ýtt undir stjórnleysi 5. mars 2014 07:00 Obama varar Rússa við hernaðaraðgerðum í Úkraínu Barack Obama bandaríkjaforseti flutti ávarp í Hvíta húsinu í gær þar sem hann varaði Pútín við frekari hernaðaríhlutun í Úkraínu, og sagðist óttast að afskipti rússneskra stjórnvalda ógni stöðugleika á svæðinu. 1. mars 2014 12:59 Kerry og Lavrov funda vegna Úkraínu Að minnsta kosti tíu þúsund rússneskir hermenn taka nú þátt í heræfingum skammt frá landamærum Úkraínu. 14. mars 2014 11:14 John Kerry: „Bandaríkin styðja úkraínsku þjóðina“ Utanríkisráðherra Bandaríkjanna talaði við blaðamenn í Kænugarði í dag. 4. mars 2014 19:25 Algjört óvissuástand á Krímskaga Allt er á suðupunkti á Krímskaga en úkraínski herinn er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra átaka við Rússa. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fordæmir hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu og hótar að beita rússnesk stjórnvöld viðskiptaþvingunum. 2. mars 2014 19:29 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Obama heitir Úkraínumönnum stuðningi Barack Obama Bandaríkjaforseti tók á móti settum forsætisráðherra Úkraínu, Arsení Jatsenjúk, í Hvíta húsinu í gærkvöldi. Ástandið á Krímskaga var að sjálfsögðu til umfjöllunar og hét Obama því að standa með Úkraínu í deilum þeirra við Rússa. 13. mars 2014 08:27
Rússar svara Bandaríkjamönnum fullum hálsi Vladímír Pútín hefur sagt Barack Obama að Rússar vilji vernda rússneskumælandi íbúa Úkraínu. 2. mars 2014 10:04
Harðorður í garð Rússa John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var harðorður í garð Rússa í heimsókn sinni til Kænugarðs í gær. Hann telur að þeir hafi skáldað upp ástæður fyrir því að skipta sér af málefnum Úkraínu. Pútín sakar Vesturlönd um að hafa ýtt undir stjórnleysi 5. mars 2014 07:00
Obama varar Rússa við hernaðaraðgerðum í Úkraínu Barack Obama bandaríkjaforseti flutti ávarp í Hvíta húsinu í gær þar sem hann varaði Pútín við frekari hernaðaríhlutun í Úkraínu, og sagðist óttast að afskipti rússneskra stjórnvalda ógni stöðugleika á svæðinu. 1. mars 2014 12:59
Kerry og Lavrov funda vegna Úkraínu Að minnsta kosti tíu þúsund rússneskir hermenn taka nú þátt í heræfingum skammt frá landamærum Úkraínu. 14. mars 2014 11:14
John Kerry: „Bandaríkin styðja úkraínsku þjóðina“ Utanríkisráðherra Bandaríkjanna talaði við blaðamenn í Kænugarði í dag. 4. mars 2014 19:25
Algjört óvissuástand á Krímskaga Allt er á suðupunkti á Krímskaga en úkraínski herinn er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra átaka við Rússa. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fordæmir hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu og hótar að beita rússnesk stjórnvöld viðskiptaþvingunum. 2. mars 2014 19:29