Harðorður í garð Rússa Freyr Bjarnason skrifar 5. mars 2014 07:00 John Kerry ásamt bráðabirgðaforsetanum Olexander Túrtsjínov og forsætisráðherranum Arsení Jatsenjúk í Kænugarði í gær. Mynd/AP John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í opinberri heimsókn sinni til Kænugarðs í gær að Rússar hefðu skáldað upp ástæður fyrir því að skipta sér af ástandinu í Úkraínu. Hann sagði hegðunina óásættanlega hjá stórveldi og G8-ríki eins og Rússlandi. „Engin sönnunargögn styðja röksemdafærslur þeirra,“ sagði Kerry. „Rússar hafa lagt mikið á sig til að búa til ástæðu til að ráðast enn lengra inn [í Úkraínu].“ Kerry sagði þjóð sína standa með Úkraínumönnum og hótaði því að Bandaríkjamenn muni grípa til refsiaðgerða ef Rússar draga ekki herlið sitt til baka frá Krímskaga. Talið er að eignafrysting komi þar til greina, auk þess sem Bandaríkin íhuga að sniðganga fund átta helstu iðnríkja heims, sem á að halda í Sotsjí í Rússlandi í júní. Kerry heimsótti einnig Líkneski hinna föllnu í Kænugarði, minnisvarða um þá rúmlega áttatíu mótmælendur sem féllu í síðasta mánuði. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði að menn hafi „sterka trú“ á því að með aðgerðum sínum í Úkraínu hafi Rússar brotið alþjóðleg lög. „Pútín forseti virðist hafa í sínum röðum mismunandi lögfræðinga sem búa til mismunandi túlkanir en ég held að hann sé ekki að gabba neinn,“ sagði Obama. Hann bætti því við að hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu gæti orðið til þess að fæla þjóðir frá Rússlandi. Hann telur jafnframt að Úkraína gæti bæði orðið vinaþjóð Vesturlanda og Rússlands á sama tíma. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sakaði Vesturlönd um að hafa stutt „uppreisn sem bryti gegn stjórnarskránni“ í Úkraínu. Hann bætti við að Rússland áskilji sér rétt til að beita hervaldi til að vernda þá Rússa sem búa í Úkraínu en vonast til að þess gerist ekki þörf. Þetta voru fyrstu ummæli forsetans síðan fráfarandi forseti landsins, Viktor Janúkovítsj, hrökklaðist úr embætti þegar mótmælin náðu hápunkti. Pútín lítur enn á Janúkovítsj sem forseta landsins, þó að bráðabirgðaforsetinn Olexander Túrtsjínov, sem nýtur stuðnings mótmælenda, hafi tekið við embættinu. Pútín sagði vestræn ríki ýta undir stjórnleysi í Úkraínu með því að lýsa yfir stuðningi við mótmælendur og varaði við því að ef Vesturlönd gripu til refsiaðgerða myndu þau fá það í bakið. „Við ætlum ekki að berjast við úkraínsku þjóðina,“ sagði Pútín. Bætti hann við að flutningur 150 þúsund manna herliðs að landamærum Úkraínu hafi verið fyrirfram ákveðinn og tengdist ekkert núverandi ástandi í landinu. Í gær fyrirskipaði hann að herliðið sneri aftur til bækistöðva sinna í Rússlandi. Við það hækkuðu hlutabréf í heiminum á nýjan leik eftir að þau höfðu tekið stóra dýfu vegna ástandsins á Krímskaga. Rússneskir hermenn, sem höfðu lagt Belbek-loftvarnastöðina á Krímskaga undir sig, skutu viðvörunarskotum út í loftið þegar um þrjú hundruð úkraínskir hermenn, sem áður stjórnuðu stöðinni, kröfðust þess að fá störf sín aftur. Í gærkvöldi skaut rússneski herinn á loft langdrægri tilraunaeldflaug frá tilraunasvæði sínu Kapustin Yar, skammt frá Kaspíahafi. Bandaríkjamenn voru látnir vita af flauginni, eins og alþjóðasamningar kveða á um. Bandaríkin ætla að veita Úkraínu, sem er afar illa stödd fjárhagslega, eins milljarðs dala fjárhagsaðstoð vegna orkumála. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er einnig að undirbúa fjárhagsaðstoð sem er hugsuð sem langtímalausn. Fjármálaráðherra Úkraínu telur að landið þurfi á 35 milljörðum dala að halda til að komast í gegnum þetta ár. Á sama tíma hafa Rússar dregið til baka afsláttinn sem þeir höfðu gefið Úkraínumönnum á gasverði. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í opinberri heimsókn sinni til Kænugarðs í gær að Rússar hefðu skáldað upp ástæður fyrir því að skipta sér af ástandinu í Úkraínu. Hann sagði hegðunina óásættanlega hjá stórveldi og G8-ríki eins og Rússlandi. „Engin sönnunargögn styðja röksemdafærslur þeirra,“ sagði Kerry. „Rússar hafa lagt mikið á sig til að búa til ástæðu til að ráðast enn lengra inn [í Úkraínu].“ Kerry sagði þjóð sína standa með Úkraínumönnum og hótaði því að Bandaríkjamenn muni grípa til refsiaðgerða ef Rússar draga ekki herlið sitt til baka frá Krímskaga. Talið er að eignafrysting komi þar til greina, auk þess sem Bandaríkin íhuga að sniðganga fund átta helstu iðnríkja heims, sem á að halda í Sotsjí í Rússlandi í júní. Kerry heimsótti einnig Líkneski hinna föllnu í Kænugarði, minnisvarða um þá rúmlega áttatíu mótmælendur sem féllu í síðasta mánuði. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði að menn hafi „sterka trú“ á því að með aðgerðum sínum í Úkraínu hafi Rússar brotið alþjóðleg lög. „Pútín forseti virðist hafa í sínum röðum mismunandi lögfræðinga sem búa til mismunandi túlkanir en ég held að hann sé ekki að gabba neinn,“ sagði Obama. Hann bætti því við að hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu gæti orðið til þess að fæla þjóðir frá Rússlandi. Hann telur jafnframt að Úkraína gæti bæði orðið vinaþjóð Vesturlanda og Rússlands á sama tíma. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sakaði Vesturlönd um að hafa stutt „uppreisn sem bryti gegn stjórnarskránni“ í Úkraínu. Hann bætti við að Rússland áskilji sér rétt til að beita hervaldi til að vernda þá Rússa sem búa í Úkraínu en vonast til að þess gerist ekki þörf. Þetta voru fyrstu ummæli forsetans síðan fráfarandi forseti landsins, Viktor Janúkovítsj, hrökklaðist úr embætti þegar mótmælin náðu hápunkti. Pútín lítur enn á Janúkovítsj sem forseta landsins, þó að bráðabirgðaforsetinn Olexander Túrtsjínov, sem nýtur stuðnings mótmælenda, hafi tekið við embættinu. Pútín sagði vestræn ríki ýta undir stjórnleysi í Úkraínu með því að lýsa yfir stuðningi við mótmælendur og varaði við því að ef Vesturlönd gripu til refsiaðgerða myndu þau fá það í bakið. „Við ætlum ekki að berjast við úkraínsku þjóðina,“ sagði Pútín. Bætti hann við að flutningur 150 þúsund manna herliðs að landamærum Úkraínu hafi verið fyrirfram ákveðinn og tengdist ekkert núverandi ástandi í landinu. Í gær fyrirskipaði hann að herliðið sneri aftur til bækistöðva sinna í Rússlandi. Við það hækkuðu hlutabréf í heiminum á nýjan leik eftir að þau höfðu tekið stóra dýfu vegna ástandsins á Krímskaga. Rússneskir hermenn, sem höfðu lagt Belbek-loftvarnastöðina á Krímskaga undir sig, skutu viðvörunarskotum út í loftið þegar um þrjú hundruð úkraínskir hermenn, sem áður stjórnuðu stöðinni, kröfðust þess að fá störf sín aftur. Í gærkvöldi skaut rússneski herinn á loft langdrægri tilraunaeldflaug frá tilraunasvæði sínu Kapustin Yar, skammt frá Kaspíahafi. Bandaríkjamenn voru látnir vita af flauginni, eins og alþjóðasamningar kveða á um. Bandaríkin ætla að veita Úkraínu, sem er afar illa stödd fjárhagslega, eins milljarðs dala fjárhagsaðstoð vegna orkumála. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er einnig að undirbúa fjárhagsaðstoð sem er hugsuð sem langtímalausn. Fjármálaráðherra Úkraínu telur að landið þurfi á 35 milljörðum dala að halda til að komast í gegnum þetta ár. Á sama tíma hafa Rússar dregið til baka afsláttinn sem þeir höfðu gefið Úkraínumönnum á gasverði.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira