Erlent

Obama heitir Úkraínumönnum stuðningi

Leiðtogarnir ræddu saman í Hvíta húsinu í gær.
Leiðtogarnir ræddu saman í Hvíta húsinu í gær. Vísir/AFP
Barack Obama Bandaríkjaforseti tók á móti settum forsætisráðherra Úkraínu, Arsení Jatsenjúk, í Hvíta húsinu í gærkvöldi. Ástandið á Krímskaga var að sjálfsögðu til umfjöllunar og hét Obama því að standa með Úkraínu í deilum þeirra við Rússa.

Hann varaði Pútín Rússlandsforseta við og sagði að alþjóðasamfélagið myndi grípa til aðgerða, hverfi rússneskir hermenn ekki nú þegar af Krímskaga.

Fyrr um daginn hafði G7 hópurinn, sem telur helstu iðnríki heimsins, gefið út svipaða viðvörun. Jatsenjúk sagði á blaðamannafundi eftir samtal þeirra Obama, að Úkraínumenn muni aldrei gefast upp fyrir Rússum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×