Norski læknirinn vill aftur til Vestur-Afríku Atli Ísleifsson skrifar 20. október 2014 16:33 Silje Lehne Michalsen ræddi við fjölmiðla síðdegis í dag. Mynd/Skjáskot, NRK „Fyrsta heimsókn mín varð ekki eins og ég hafði hugsað mér, en ég vona að ég geti brátt haldið af stað á ný,“ sagði Silje Lehne Michalsen, norski læknirinn sem smitaðist af ebólu í Síerra Leóne í byrjun mánaðarins. Michalsen virtist glöð í bragði og mikið létt þegar hún hitti fjölmiðlafólk á fréttamannafundi á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló nú síðdegis. Hin þrítuga Michalsen var flutt til Noregs þann 7. október eftir að hún greindist með ebólu, en fyrr í dag var greint frá því að hún væri laus við veiruna. „Ég er svo ánægð með að flutningurinn gekk svo hratt og vandræðalaust fyrir sig. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þá meðhöndlun sem ég fékk á Ullevål. Í dag er ég frísk og ég er lánsöm.“ Michalsen sagðist nú líða líkt og hún hafi aldrei fengið ebóluveiruna. „Þeir sem hafa verið og eru nú smitaðir í Afríku líður hins vegar á allt annan hátt.“ Michalsen starfaði fyrir Lækna án landamæra í bænum Bo í Síerra Leóne þar sem hún smitaðist ásamt þremur öðrum á móttökunni. Þrátt fyrir að hún hafi sjálf smitast af veirunni mannskæðu segist hún vilja halda aftur til starfa í Vestur-Afríku til að aðstoða við baráttuna gegn ebólufaraldrinum. Hún sagðist óánægð með að sviðsljós fjölmiðla hafi beinst að henni, en ekki raunverulegu vandamálinu. Hvatti hún fjölmiðla til að beina sjónum sínum að Vestur-Afríku og útbreiðslu veirunnar þar. „Ég óska þess að við hefðum gert meira fyrir nokkrum mánuðum síðan,“ sagði Michalsen og bætti við að mögulegt hefði verið að bjarga fjölda mannslífa ef menn hefðu brugðist við fyrr.Í frétt norska ríkisútvarpsins kemur fram að hún hafi þakkað fjölskyldu sinni, vinum, starfsfólki sjúkrahússins og fjölmiðlum fyrir veitta aðstoð og samstarf. Norskir læknar staðfesta að þeir hafi í meðferðinni notast við tilraunalyf, en geta þó ekki staðfest hvaða lyf um ræðir eða í hvaða magni. Ebóla Tengdar fréttir Norski ebólusjúklingurinn laus úr einangrun Norsku konunni sem smitaðist af ebólu í Síerra Leóne er ekki lengur haldið í einangrun á Ullevål sjúkrahúsinu í Ósló. 20. október 2014 13:06 Norskur læknir með ebólu Norskur læknir sem starfað hefur með Læknum án landamæra í Síerra Leóne hefur smitast af ebólu og verður flutt heim til Noregs til meðferðar 6. október 2014 16:25 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
„Fyrsta heimsókn mín varð ekki eins og ég hafði hugsað mér, en ég vona að ég geti brátt haldið af stað á ný,“ sagði Silje Lehne Michalsen, norski læknirinn sem smitaðist af ebólu í Síerra Leóne í byrjun mánaðarins. Michalsen virtist glöð í bragði og mikið létt þegar hún hitti fjölmiðlafólk á fréttamannafundi á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló nú síðdegis. Hin þrítuga Michalsen var flutt til Noregs þann 7. október eftir að hún greindist með ebólu, en fyrr í dag var greint frá því að hún væri laus við veiruna. „Ég er svo ánægð með að flutningurinn gekk svo hratt og vandræðalaust fyrir sig. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þá meðhöndlun sem ég fékk á Ullevål. Í dag er ég frísk og ég er lánsöm.“ Michalsen sagðist nú líða líkt og hún hafi aldrei fengið ebóluveiruna. „Þeir sem hafa verið og eru nú smitaðir í Afríku líður hins vegar á allt annan hátt.“ Michalsen starfaði fyrir Lækna án landamæra í bænum Bo í Síerra Leóne þar sem hún smitaðist ásamt þremur öðrum á móttökunni. Þrátt fyrir að hún hafi sjálf smitast af veirunni mannskæðu segist hún vilja halda aftur til starfa í Vestur-Afríku til að aðstoða við baráttuna gegn ebólufaraldrinum. Hún sagðist óánægð með að sviðsljós fjölmiðla hafi beinst að henni, en ekki raunverulegu vandamálinu. Hvatti hún fjölmiðla til að beina sjónum sínum að Vestur-Afríku og útbreiðslu veirunnar þar. „Ég óska þess að við hefðum gert meira fyrir nokkrum mánuðum síðan,“ sagði Michalsen og bætti við að mögulegt hefði verið að bjarga fjölda mannslífa ef menn hefðu brugðist við fyrr.Í frétt norska ríkisútvarpsins kemur fram að hún hafi þakkað fjölskyldu sinni, vinum, starfsfólki sjúkrahússins og fjölmiðlum fyrir veitta aðstoð og samstarf. Norskir læknar staðfesta að þeir hafi í meðferðinni notast við tilraunalyf, en geta þó ekki staðfest hvaða lyf um ræðir eða í hvaða magni.
Ebóla Tengdar fréttir Norski ebólusjúklingurinn laus úr einangrun Norsku konunni sem smitaðist af ebólu í Síerra Leóne er ekki lengur haldið í einangrun á Ullevål sjúkrahúsinu í Ósló. 20. október 2014 13:06 Norskur læknir með ebólu Norskur læknir sem starfað hefur með Læknum án landamæra í Síerra Leóne hefur smitast af ebólu og verður flutt heim til Noregs til meðferðar 6. október 2014 16:25 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Norski ebólusjúklingurinn laus úr einangrun Norsku konunni sem smitaðist af ebólu í Síerra Leóne er ekki lengur haldið í einangrun á Ullevål sjúkrahúsinu í Ósló. 20. október 2014 13:06
Norskur læknir með ebólu Norskur læknir sem starfað hefur með Læknum án landamæra í Síerra Leóne hefur smitast af ebólu og verður flutt heim til Noregs til meðferðar 6. október 2014 16:25
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“