Ragnar: Líta allir rosalega stórt á sig Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. september 2014 00:01 Ragnar Sigurðsson berst fyrir sínu. vísir/Vilhelm „Ég er alveg mjög spenntur fyrir því að byrja aftur og það er spenna í hópnum,“ sagði Ragnar Sigurðsson, miðvörður karlalandsliðsins í fótbolta, við Fréttablaðið á æfingu liðsins í Laugardalnum í gær. Strákarnir okkar hefja leik í undankeppni EM 2016 annað kvöld þegar þeir mæta firnasterku liði Tyrklands, en hvernig verður að reyna að koma liðinu aftur í gang eftir hæðirnar og lægðina í síðustu undankeppni? „Ég held það líti enginn á þetta þannig. Við erum allir búnir að fá gott frí og komnir af stað með okkar félagsliðum. Við dveljum ekkert við síðustu keppni; hvort sem um er að ræða árangurinn eða vonbrigðin í lokin,“ sagði Ragnar. Tyrkir eru með gott lið, en Fylkismaðurinn hefur fulla trú á sigri og að Ísland komist alla leið á EM. „Íslendingar eru bara þannig, að við höldum okkur besta í öllu. Við höfum fulla trú á því að við förum áfram og ég held að þjóðin trúi því líka,“ sagði hann, en hvað með Tyrkina? „Tyrkir eru með mjög sterkt lið og leikmenn sem spila í Meistaradeildinni. Þeir eru með sterka einstaklinga, suma betri en aðra, en engan sem við ætlum að passa neitt sérstaklega upp á.“ Íslenska liðið stendur vel að vígi hvað varðar miðverði þessa stundina. Ragnar, Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen eru allir heilir og að spila vel í sterkum deildum. Samkeppnin verður hörð. „Það er bara þannig. Sölvi hefur gert þetta nokkrum sinnum aðeins auðveldara með því að vera meiddur, en nú er hann ferskur sem er bara frábært,“ sagði Ragnar, en telur hann sig ekki eiga skilið byrjunarliðssæti fyrir frammistöðuna í síðustu undankeppni? „Ég held að allir líti nú rosalega stórt á sig og finnist þeir eiga meira skilið að spila en næsti maður. En ég hugsa ekkert um velgengnina í síðustu keppni þó mér hafi gengið vel. Það gefur mér ekkert núna. Maður gerir engar kröfur heldur gerir bara sitt besta og vonast til að fá einhverjar mínútur þegar þetta fer af stað.“ EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars: Tyrkir eru næstbestir í riðlinum Landsliðsþjálfarinn telur Ísland, Tyrkland og Tékkland frekar jöfn að getu. 5. september 2014 13:03 Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35 Lars: Þetta snýst allt um smáatriðin Landsliðsþjálfaranum líst vel á undirbúninginn fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM 2016. 7. september 2014 12:57 Birkir: Það bera allir virðingu fyrir okkur Miðjumaðurinn í hörku formi og klár í slaginn gegn Tyrkjum á þriðjudagskvöldið. 7. september 2014 13:15 Hannes: Fyrsta deildin í Noregi ekki álitlegur kostur Hannes er spenntur fyrir leiknum gegn Tyrkjum á þriðjudag og segir Ísland ekki vera með mikið slakara lið. 6. september 2014 15:15 Kolbeinn: Býst við að geta spilað Kolbeinn Sigþórsson verður að öllum líkindum klár í slaginn þegar Ísland mætir Tyrklandi í undankeppni Evrópumótsins 2016, en Kolbeinn hefur glímt við meiðsli. 6. september 2014 19:45 Gylfi: Setjum pressuna á okkur sjálfir Gylfi Sigurðsson, miðjumaður Íslands og Swansea í ensku úrvalsdeildinni, segir að íslenska landsliðið sé vel undirbúið fyrir leikinn gegn Tyrklandi á þriðjudag. Gylfi reiknar með hörkuleik. 6. september 2014 20:15 Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54 Var staðráðinn í að vinna mig aftur inn í liðið Aron Einar vann aftur sætið sitt í byrjunarliði Cardiff á dögunum og hann segist vera sáttur á meðan hann fær að spila. 6. september 2014 07:00 Meiðsli í tyrkneska hópnum Miðvörðurinn Semih Kaya og miðjumaðurinn Oğuzhan Özyakup hafa dregið sig úr tyrkneska landsliðshópnum vegna meiðsla, en Tyrkland mætir Íslandi á þriðjudag. 7. september 2014 12:28 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
„Ég er alveg mjög spenntur fyrir því að byrja aftur og það er spenna í hópnum,“ sagði Ragnar Sigurðsson, miðvörður karlalandsliðsins í fótbolta, við Fréttablaðið á æfingu liðsins í Laugardalnum í gær. Strákarnir okkar hefja leik í undankeppni EM 2016 annað kvöld þegar þeir mæta firnasterku liði Tyrklands, en hvernig verður að reyna að koma liðinu aftur í gang eftir hæðirnar og lægðina í síðustu undankeppni? „Ég held það líti enginn á þetta þannig. Við erum allir búnir að fá gott frí og komnir af stað með okkar félagsliðum. Við dveljum ekkert við síðustu keppni; hvort sem um er að ræða árangurinn eða vonbrigðin í lokin,“ sagði Ragnar. Tyrkir eru með gott lið, en Fylkismaðurinn hefur fulla trú á sigri og að Ísland komist alla leið á EM. „Íslendingar eru bara þannig, að við höldum okkur besta í öllu. Við höfum fulla trú á því að við förum áfram og ég held að þjóðin trúi því líka,“ sagði hann, en hvað með Tyrkina? „Tyrkir eru með mjög sterkt lið og leikmenn sem spila í Meistaradeildinni. Þeir eru með sterka einstaklinga, suma betri en aðra, en engan sem við ætlum að passa neitt sérstaklega upp á.“ Íslenska liðið stendur vel að vígi hvað varðar miðverði þessa stundina. Ragnar, Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen eru allir heilir og að spila vel í sterkum deildum. Samkeppnin verður hörð. „Það er bara þannig. Sölvi hefur gert þetta nokkrum sinnum aðeins auðveldara með því að vera meiddur, en nú er hann ferskur sem er bara frábært,“ sagði Ragnar, en telur hann sig ekki eiga skilið byrjunarliðssæti fyrir frammistöðuna í síðustu undankeppni? „Ég held að allir líti nú rosalega stórt á sig og finnist þeir eiga meira skilið að spila en næsti maður. En ég hugsa ekkert um velgengnina í síðustu keppni þó mér hafi gengið vel. Það gefur mér ekkert núna. Maður gerir engar kröfur heldur gerir bara sitt besta og vonast til að fá einhverjar mínútur þegar þetta fer af stað.“
EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars: Tyrkir eru næstbestir í riðlinum Landsliðsþjálfarinn telur Ísland, Tyrkland og Tékkland frekar jöfn að getu. 5. september 2014 13:03 Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35 Lars: Þetta snýst allt um smáatriðin Landsliðsþjálfaranum líst vel á undirbúninginn fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM 2016. 7. september 2014 12:57 Birkir: Það bera allir virðingu fyrir okkur Miðjumaðurinn í hörku formi og klár í slaginn gegn Tyrkjum á þriðjudagskvöldið. 7. september 2014 13:15 Hannes: Fyrsta deildin í Noregi ekki álitlegur kostur Hannes er spenntur fyrir leiknum gegn Tyrkjum á þriðjudag og segir Ísland ekki vera með mikið slakara lið. 6. september 2014 15:15 Kolbeinn: Býst við að geta spilað Kolbeinn Sigþórsson verður að öllum líkindum klár í slaginn þegar Ísland mætir Tyrklandi í undankeppni Evrópumótsins 2016, en Kolbeinn hefur glímt við meiðsli. 6. september 2014 19:45 Gylfi: Setjum pressuna á okkur sjálfir Gylfi Sigurðsson, miðjumaður Íslands og Swansea í ensku úrvalsdeildinni, segir að íslenska landsliðið sé vel undirbúið fyrir leikinn gegn Tyrklandi á þriðjudag. Gylfi reiknar með hörkuleik. 6. september 2014 20:15 Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54 Var staðráðinn í að vinna mig aftur inn í liðið Aron Einar vann aftur sætið sitt í byrjunarliði Cardiff á dögunum og hann segist vera sáttur á meðan hann fær að spila. 6. september 2014 07:00 Meiðsli í tyrkneska hópnum Miðvörðurinn Semih Kaya og miðjumaðurinn Oğuzhan Özyakup hafa dregið sig úr tyrkneska landsliðshópnum vegna meiðsla, en Tyrkland mætir Íslandi á þriðjudag. 7. september 2014 12:28 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
Lars: Tyrkir eru næstbestir í riðlinum Landsliðsþjálfarinn telur Ísland, Tyrkland og Tékkland frekar jöfn að getu. 5. september 2014 13:03
Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35
Lars: Þetta snýst allt um smáatriðin Landsliðsþjálfaranum líst vel á undirbúninginn fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM 2016. 7. september 2014 12:57
Birkir: Það bera allir virðingu fyrir okkur Miðjumaðurinn í hörku formi og klár í slaginn gegn Tyrkjum á þriðjudagskvöldið. 7. september 2014 13:15
Hannes: Fyrsta deildin í Noregi ekki álitlegur kostur Hannes er spenntur fyrir leiknum gegn Tyrkjum á þriðjudag og segir Ísland ekki vera með mikið slakara lið. 6. september 2014 15:15
Kolbeinn: Býst við að geta spilað Kolbeinn Sigþórsson verður að öllum líkindum klár í slaginn þegar Ísland mætir Tyrklandi í undankeppni Evrópumótsins 2016, en Kolbeinn hefur glímt við meiðsli. 6. september 2014 19:45
Gylfi: Setjum pressuna á okkur sjálfir Gylfi Sigurðsson, miðjumaður Íslands og Swansea í ensku úrvalsdeildinni, segir að íslenska landsliðið sé vel undirbúið fyrir leikinn gegn Tyrklandi á þriðjudag. Gylfi reiknar með hörkuleik. 6. september 2014 20:15
Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54
Var staðráðinn í að vinna mig aftur inn í liðið Aron Einar vann aftur sætið sitt í byrjunarliði Cardiff á dögunum og hann segist vera sáttur á meðan hann fær að spila. 6. september 2014 07:00
Meiðsli í tyrkneska hópnum Miðvörðurinn Semih Kaya og miðjumaðurinn Oğuzhan Özyakup hafa dregið sig úr tyrkneska landsliðshópnum vegna meiðsla, en Tyrkland mætir Íslandi á þriðjudag. 7. september 2014 12:28
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti