Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. september 2014 12:54 Aron Einar Gunnarsson ásamt landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck í Laugardalnum í hádeginu. vísir/anton Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 í knattspyrnu á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið. Ísland er í erfiðum riðli með Tékkum, Hollendingum, Lettum, Kasakstan og Tyrkjum, en fyrstu mótherjarnir eru þeir síðastnefndu. „Við erum búnir að undirbúa okkur vel. Við erum búnir að fara vel yfir þá og varnarleikinn og sóknarleikinn hjá okkur. Við höfum haft tíma í undirbúning sem er bara flott,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag. Ísland byrjaði síðustu undankeppni vel með sigri gegn Noregi á heimavelli, en liðið endaði svo á því að komast í umspil gegn Króatíu. Stefnan er að fara jafnvel af stað. „Það er mikilvægt að byrja vel og eins og við gerðum í síðustu undankeppni á móti Noregi hérna heima. Við fengum alla með okkur í þetta á þeim tímapunkti. Þetta var upp á eftir það,“ sagði Aron Einar, en sorgin var mikil eftir tapið í Zagreb. Það er þó gleymt og grafið. „Þó við höfum verið ótrúlega nálægt þessu þá erum við löngu búnir að ýta þessu á bakvið okkur og erum bara staðráðnir í að gera vel núna. Við ætlum að halda áfram að bæta okkur sem landsliðið.“ Fyrirliðinn segir það mikilvægt að ná góðum úrslitum til að halda stuðningsmönnum Íslands við efnið, en stuðningurinn við liðið undir lok síðustu undankeppni var engum líkur. „Auðvitað er mikilvægt að fá alla með okkur í þetta. Ef úrslitin fylgja góðri frammistöðu vilja allir vera hluti af þessu. Það er það sem við viljum. Við viljum fá alla með okkur, það gaf sig vel í síðustu undankeppni. Við viljum ná úrslitum til að halda áhuga fólksins,“ sagði Aron Einar. Þrátt fyrir erfiðan riðil er miðjumaðurinn fúlskeggjaði hvergi banginn. Markmið íslenska liðsins er alveg skýrt. „Þetta eru virkilega sterk lið og riðilinn verður erfiður. En maður kemst ekki á EM auðveldlega, sérstaklega ekki Ísland. Við höfum sett okkur það markmið að komast á stórmót. Það er bara einfalt. Hvort sem það gerist eða ekki verður að koma í ljós en eina sem við ætlum okkur að gera er að bæta okkur og komast á stórmót,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 í knattspyrnu á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið. Ísland er í erfiðum riðli með Tékkum, Hollendingum, Lettum, Kasakstan og Tyrkjum, en fyrstu mótherjarnir eru þeir síðastnefndu. „Við erum búnir að undirbúa okkur vel. Við erum búnir að fara vel yfir þá og varnarleikinn og sóknarleikinn hjá okkur. Við höfum haft tíma í undirbúning sem er bara flott,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag. Ísland byrjaði síðustu undankeppni vel með sigri gegn Noregi á heimavelli, en liðið endaði svo á því að komast í umspil gegn Króatíu. Stefnan er að fara jafnvel af stað. „Það er mikilvægt að byrja vel og eins og við gerðum í síðustu undankeppni á móti Noregi hérna heima. Við fengum alla með okkur í þetta á þeim tímapunkti. Þetta var upp á eftir það,“ sagði Aron Einar, en sorgin var mikil eftir tapið í Zagreb. Það er þó gleymt og grafið. „Þó við höfum verið ótrúlega nálægt þessu þá erum við löngu búnir að ýta þessu á bakvið okkur og erum bara staðráðnir í að gera vel núna. Við ætlum að halda áfram að bæta okkur sem landsliðið.“ Fyrirliðinn segir það mikilvægt að ná góðum úrslitum til að halda stuðningsmönnum Íslands við efnið, en stuðningurinn við liðið undir lok síðustu undankeppni var engum líkur. „Auðvitað er mikilvægt að fá alla með okkur í þetta. Ef úrslitin fylgja góðri frammistöðu vilja allir vera hluti af þessu. Það er það sem við viljum. Við viljum fá alla með okkur, það gaf sig vel í síðustu undankeppni. Við viljum ná úrslitum til að halda áhuga fólksins,“ sagði Aron Einar. Þrátt fyrir erfiðan riðil er miðjumaðurinn fúlskeggjaði hvergi banginn. Markmið íslenska liðsins er alveg skýrt. „Þetta eru virkilega sterk lið og riðilinn verður erfiður. En maður kemst ekki á EM auðveldlega, sérstaklega ekki Ísland. Við höfum sett okkur það markmið að komast á stórmót. Það er bara einfalt. Hvort sem það gerist eða ekki verður að koma í ljós en eina sem við ætlum okkur að gera er að bæta okkur og komast á stórmót,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35