Íslenski boltinn

Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kolbeinn raðaði inn mörkunum í síðustu undankeppni.
Kolbeinn raðaði inn mörkunum í síðustu undankeppni. vísir/valli
Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, verður klár í slaginn á móti Tyrkjum þegar strákarnir okkar hefja leik í undankeppni EM 2016 á þriðjudaginn.

„Kolbeinn æfir í dag og við vonum að honum líði vel í fætinum. Hann átti í smá vandræðum en læknaliðið býst ekki við að hann missi af leiknum,“ sagði LarsLagerbäck, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi í dag.

Aðspurður beint hvort Kolbeinn, sem er meiddur á ökkla, geti byrjað leikinn svaraði Svíinn: „Já, það lítur út fyrir það. Hann æfir í dag þannig vonandi gengur þetta upp.“

Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sat einnig fyrir svörum í dag, en hann hefur glímt við meiðsli í ökkla og missti af síðasta leik félagsliðs síns Cardiff í ensku B-deildinni.

„Ökklinn er í lagi. Ég er búinn að æfa síðustu daga og svo kæli ég bara ökklann smá eftir æfinga. En ég er að norðan, þannig þetta er allt í lagi,“ sagði Aron Einar léttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×