Hnífjafnt hjá Skotum í nýrri könnun Andri Ólafsson skrifar 8. september 2014 07:45 Alex Salmond og stuðningsmenn hans njóta meira trausts hjá kjósendum í Skotlandi en leiðtogar sambandssinna. nordicphotos/AFP Fimmtíu og eitt prósent kjósenda í Skotlandi segist vilja að landið verði sjálfstætt, samkvæmt könnun sem dagblaðið The Sunday Times birti í gær. Fjörutíu og níu prósent vilja halda sambandinu við Bretland. Það er enn frekara áhyggjuefni fyrir sambandssinna að leiðtogi þeirra, Alistair Darling, nýtur minna trausts en leiðtogi sjálfstæðissinna, Alex Salmond. Um 40 prósent kjósenda segjast treysta Salmond en aðeins 30 prósent Darling. Stjórnmálaskýrendur benda á að þrátt fyrir að nánast enginn marktækur munur sé nú á fylgi fylkinganna samkvæmt könnuninni séu skýr merki um að fylgi sjálfstæðissinna sé í uppsveiflu.Skotland, Sjálfstæði, Þjóðaratkvæðagreiðsla, Nicola Sturgeon, Alex SalmondÞetta er í fyrsta sinn sem sjálfstæðissinnar leiða í könnunum. Það eru aðallega konur, kjósendur undir fertugu og láglaunafólk sem hefur skipt um skoðun og vill nú sjálfstæði, samkvæmt YouGov sem gerði könnunina. „Þessi tímamótakönnun sýnir að Já-hreyfingin hefur vindinn í bakið, en við höfum enn mikið verk að vinna ef við ætlum að sigra í kosningunum,“ segir Nicola Sturgeon, einn af leiðtogum sjálfstæðissinna. „Fleiri og fleiri eru að átta sig á því að atkvæði greitt sjálfstæði gefur tækifæri til þess að nýta auðlindir landsins betur í þágu þeirra sem búa hér. Skapa fleiri störf og verja mikilvæga grunnþjónustu, eins og heilsugæsluna, sem stjórnmálamenn í London vilja einkavæða,“ bætir hún við.Skotland, Sjálfstæði, Þjóðaratkvæðagreiðsla, Nicola Sturgeon, Alex SalmondAlistair Darling benti á að skoðanakönnunum síðustu daga bæri ekki alveg saman. Til dæmis birtist önnur skoðanakönnun í gær sem sýndi sambandssinna með fjögurra prósentustiga forskot. „En skilaboðin sem ég tel birtast í þessu eru skýr: Ef þú vilt að Skotland verði áfram hluti af Bretlandi, þá verður þú að kjósa. Aðskilnaður er endanlegur. Þessar skoðanakannanir eru áminning til allra þeirra sem héldu að úrslitin væru ráðin. Það var og verður ekki þannig.“ Stjórnvöld í London, sem vilja eindregið halda sambandi við Skota, voru fljót að bregðast við með útspili sem sagt er að eigi að höfða til óákveðinna kjósenda. George Osborne fjármálaráðherra kynnti hugmyndir um að færa skoska þinginu aukið fjárveitingavald. „Við munum kynna þær hugmyndir frekar á allra næstu dögum,“ sagði Osborne í viðtali á BBC í gær. Hann ítrekaði í viðtalinu að Skotum stæði ekki til boða að halda breska pundinu ef þeir kysu sjálfstæði. En gjaldeyrismál munu vega þungt í huga margra kjósenda þegar gengið verður til atkvæða þann 18. september næstkomandi. Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Fimmtíu og eitt prósent kjósenda í Skotlandi segist vilja að landið verði sjálfstætt, samkvæmt könnun sem dagblaðið The Sunday Times birti í gær. Fjörutíu og níu prósent vilja halda sambandinu við Bretland. Það er enn frekara áhyggjuefni fyrir sambandssinna að leiðtogi þeirra, Alistair Darling, nýtur minna trausts en leiðtogi sjálfstæðissinna, Alex Salmond. Um 40 prósent kjósenda segjast treysta Salmond en aðeins 30 prósent Darling. Stjórnmálaskýrendur benda á að þrátt fyrir að nánast enginn marktækur munur sé nú á fylgi fylkinganna samkvæmt könnuninni séu skýr merki um að fylgi sjálfstæðissinna sé í uppsveiflu.Skotland, Sjálfstæði, Þjóðaratkvæðagreiðsla, Nicola Sturgeon, Alex SalmondÞetta er í fyrsta sinn sem sjálfstæðissinnar leiða í könnunum. Það eru aðallega konur, kjósendur undir fertugu og láglaunafólk sem hefur skipt um skoðun og vill nú sjálfstæði, samkvæmt YouGov sem gerði könnunina. „Þessi tímamótakönnun sýnir að Já-hreyfingin hefur vindinn í bakið, en við höfum enn mikið verk að vinna ef við ætlum að sigra í kosningunum,“ segir Nicola Sturgeon, einn af leiðtogum sjálfstæðissinna. „Fleiri og fleiri eru að átta sig á því að atkvæði greitt sjálfstæði gefur tækifæri til þess að nýta auðlindir landsins betur í þágu þeirra sem búa hér. Skapa fleiri störf og verja mikilvæga grunnþjónustu, eins og heilsugæsluna, sem stjórnmálamenn í London vilja einkavæða,“ bætir hún við.Skotland, Sjálfstæði, Þjóðaratkvæðagreiðsla, Nicola Sturgeon, Alex SalmondAlistair Darling benti á að skoðanakönnunum síðustu daga bæri ekki alveg saman. Til dæmis birtist önnur skoðanakönnun í gær sem sýndi sambandssinna með fjögurra prósentustiga forskot. „En skilaboðin sem ég tel birtast í þessu eru skýr: Ef þú vilt að Skotland verði áfram hluti af Bretlandi, þá verður þú að kjósa. Aðskilnaður er endanlegur. Þessar skoðanakannanir eru áminning til allra þeirra sem héldu að úrslitin væru ráðin. Það var og verður ekki þannig.“ Stjórnvöld í London, sem vilja eindregið halda sambandi við Skota, voru fljót að bregðast við með útspili sem sagt er að eigi að höfða til óákveðinna kjósenda. George Osborne fjármálaráðherra kynnti hugmyndir um að færa skoska þinginu aukið fjárveitingavald. „Við munum kynna þær hugmyndir frekar á allra næstu dögum,“ sagði Osborne í viðtali á BBC í gær. Hann ítrekaði í viðtalinu að Skotum stæði ekki til boða að halda breska pundinu ef þeir kysu sjálfstæði. En gjaldeyrismál munu vega þungt í huga margra kjósenda þegar gengið verður til atkvæða þann 18. september næstkomandi.
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira