Hnífjafnt hjá Skotum í nýrri könnun Andri Ólafsson skrifar 8. september 2014 07:45 Alex Salmond og stuðningsmenn hans njóta meira trausts hjá kjósendum í Skotlandi en leiðtogar sambandssinna. nordicphotos/AFP Fimmtíu og eitt prósent kjósenda í Skotlandi segist vilja að landið verði sjálfstætt, samkvæmt könnun sem dagblaðið The Sunday Times birti í gær. Fjörutíu og níu prósent vilja halda sambandinu við Bretland. Það er enn frekara áhyggjuefni fyrir sambandssinna að leiðtogi þeirra, Alistair Darling, nýtur minna trausts en leiðtogi sjálfstæðissinna, Alex Salmond. Um 40 prósent kjósenda segjast treysta Salmond en aðeins 30 prósent Darling. Stjórnmálaskýrendur benda á að þrátt fyrir að nánast enginn marktækur munur sé nú á fylgi fylkinganna samkvæmt könnuninni séu skýr merki um að fylgi sjálfstæðissinna sé í uppsveiflu.Skotland, Sjálfstæði, Þjóðaratkvæðagreiðsla, Nicola Sturgeon, Alex SalmondÞetta er í fyrsta sinn sem sjálfstæðissinnar leiða í könnunum. Það eru aðallega konur, kjósendur undir fertugu og láglaunafólk sem hefur skipt um skoðun og vill nú sjálfstæði, samkvæmt YouGov sem gerði könnunina. „Þessi tímamótakönnun sýnir að Já-hreyfingin hefur vindinn í bakið, en við höfum enn mikið verk að vinna ef við ætlum að sigra í kosningunum,“ segir Nicola Sturgeon, einn af leiðtogum sjálfstæðissinna. „Fleiri og fleiri eru að átta sig á því að atkvæði greitt sjálfstæði gefur tækifæri til þess að nýta auðlindir landsins betur í þágu þeirra sem búa hér. Skapa fleiri störf og verja mikilvæga grunnþjónustu, eins og heilsugæsluna, sem stjórnmálamenn í London vilja einkavæða,“ bætir hún við.Skotland, Sjálfstæði, Þjóðaratkvæðagreiðsla, Nicola Sturgeon, Alex SalmondAlistair Darling benti á að skoðanakönnunum síðustu daga bæri ekki alveg saman. Til dæmis birtist önnur skoðanakönnun í gær sem sýndi sambandssinna með fjögurra prósentustiga forskot. „En skilaboðin sem ég tel birtast í þessu eru skýr: Ef þú vilt að Skotland verði áfram hluti af Bretlandi, þá verður þú að kjósa. Aðskilnaður er endanlegur. Þessar skoðanakannanir eru áminning til allra þeirra sem héldu að úrslitin væru ráðin. Það var og verður ekki þannig.“ Stjórnvöld í London, sem vilja eindregið halda sambandi við Skota, voru fljót að bregðast við með útspili sem sagt er að eigi að höfða til óákveðinna kjósenda. George Osborne fjármálaráðherra kynnti hugmyndir um að færa skoska þinginu aukið fjárveitingavald. „Við munum kynna þær hugmyndir frekar á allra næstu dögum,“ sagði Osborne í viðtali á BBC í gær. Hann ítrekaði í viðtalinu að Skotum stæði ekki til boða að halda breska pundinu ef þeir kysu sjálfstæði. En gjaldeyrismál munu vega þungt í huga margra kjósenda þegar gengið verður til atkvæða þann 18. september næstkomandi. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Fimmtíu og eitt prósent kjósenda í Skotlandi segist vilja að landið verði sjálfstætt, samkvæmt könnun sem dagblaðið The Sunday Times birti í gær. Fjörutíu og níu prósent vilja halda sambandinu við Bretland. Það er enn frekara áhyggjuefni fyrir sambandssinna að leiðtogi þeirra, Alistair Darling, nýtur minna trausts en leiðtogi sjálfstæðissinna, Alex Salmond. Um 40 prósent kjósenda segjast treysta Salmond en aðeins 30 prósent Darling. Stjórnmálaskýrendur benda á að þrátt fyrir að nánast enginn marktækur munur sé nú á fylgi fylkinganna samkvæmt könnuninni séu skýr merki um að fylgi sjálfstæðissinna sé í uppsveiflu.Skotland, Sjálfstæði, Þjóðaratkvæðagreiðsla, Nicola Sturgeon, Alex SalmondÞetta er í fyrsta sinn sem sjálfstæðissinnar leiða í könnunum. Það eru aðallega konur, kjósendur undir fertugu og láglaunafólk sem hefur skipt um skoðun og vill nú sjálfstæði, samkvæmt YouGov sem gerði könnunina. „Þessi tímamótakönnun sýnir að Já-hreyfingin hefur vindinn í bakið, en við höfum enn mikið verk að vinna ef við ætlum að sigra í kosningunum,“ segir Nicola Sturgeon, einn af leiðtogum sjálfstæðissinna. „Fleiri og fleiri eru að átta sig á því að atkvæði greitt sjálfstæði gefur tækifæri til þess að nýta auðlindir landsins betur í þágu þeirra sem búa hér. Skapa fleiri störf og verja mikilvæga grunnþjónustu, eins og heilsugæsluna, sem stjórnmálamenn í London vilja einkavæða,“ bætir hún við.Skotland, Sjálfstæði, Þjóðaratkvæðagreiðsla, Nicola Sturgeon, Alex SalmondAlistair Darling benti á að skoðanakönnunum síðustu daga bæri ekki alveg saman. Til dæmis birtist önnur skoðanakönnun í gær sem sýndi sambandssinna með fjögurra prósentustiga forskot. „En skilaboðin sem ég tel birtast í þessu eru skýr: Ef þú vilt að Skotland verði áfram hluti af Bretlandi, þá verður þú að kjósa. Aðskilnaður er endanlegur. Þessar skoðanakannanir eru áminning til allra þeirra sem héldu að úrslitin væru ráðin. Það var og verður ekki þannig.“ Stjórnvöld í London, sem vilja eindregið halda sambandi við Skota, voru fljót að bregðast við með útspili sem sagt er að eigi að höfða til óákveðinna kjósenda. George Osborne fjármálaráðherra kynnti hugmyndir um að færa skoska þinginu aukið fjárveitingavald. „Við munum kynna þær hugmyndir frekar á allra næstu dögum,“ sagði Osborne í viðtali á BBC í gær. Hann ítrekaði í viðtalinu að Skotum stæði ekki til boða að halda breska pundinu ef þeir kysu sjálfstæði. En gjaldeyrismál munu vega þungt í huga margra kjósenda þegar gengið verður til atkvæða þann 18. september næstkomandi.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira