Everton vann Swansea, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en mörk liðsins skoruðu Leighton Baines, RomeluLukaku og Ross Barkley.Wilfried Bony og AshleyWilliams skoruðu mark Swansea.
Everton er með 56 stig í fimmta sæti deildarinnar, sex stigum á eftir Arsenal sem er í fjórða sætinu og Everton á leik til góða. Arsenal þarf því að fara passa sig í baráttunni um síðasta Meistaradeildarsætið.
Hull vann West Bromwich, 2-0, með mörkum LiamsRoseniors og ShaneLongs, og þá vann Norwich einnig 2-0 sigur á Sunderland. RobertSnodgrass og AlexanderTettey skoruðu mörk heimamanna.
Þá var PapissCissé hetja Newcastle en hann tryggði liði sínu sigur, 1-0, gegn Crystal Palace með marki í uppbótartíma.
Sunderland (25), Cardiff (25) og Fulham (24) eru í þremur neðstu sætum úrvalsdeildarinnar en West Bromwich er í 17. sætinu með 28 stig. Crystal Palace er þar rétt fyrir ofan með 28 stig og Swansea er með 29 stig.
Hull er í fínum málum eftir sigurinn í dag en liðið er í 12. sæti deildarinnar með 33 stig og Norwich er sæti neðar með 32 stig.
Úrslit dagsins:
Chelsea - Arsenal 6-0
1-0 Samuel Eto'o (5.), 2-0 Andre Schürrle (7.), 3-0 Eden Hazard, víti (17.), 4-0 Oscar (42.), 5-0 Oscar (66.), Mohamed Salah (71.).
Cardiff - Liverpool 3-6
1-0 Jordon Mutch (9.), 1-1 Luis Suárez (16.), Frazier Campbell (25.), 2-2 Martin Skrtel (41.), 2-3 Martin Skrtel (54.), 2-4 Luis Suárez (60.).
Everton - Swansea 3-2
1-0 Leighton Baines, víti (20.), 1-1 Wilfried Bony (33.), 2-1 Romelu Lukaku (53.), 3-1 Ross Barkley (58.), Ashley Williams (90.).
Hull - West Brom 2-0
1-0 Liam Rosenior (31.), 2-0 Shane Long (38.).
Man. City - Fulham 5-0
1-0 Yaya Touré, víti (26.), 2-0 Yaya Touré, víti (54.), 3-0 Yaya Touré (65.).
Rautt: Fernando Amorebieta, Fulham (53,)
Newcastle - Crystal Palace 1-0
1-0 Papiss Cissé (90.).
