Erlent

Frans 1. hafnar lúxusíbúð og býr áfram á hóteli í Páfagarði

Frans 1. páfi hefur ákveðið að flytja ekki inn í lúxusþakíbúðina sem fylgir embætti hans á toppi Apostolic hallarinnar í Páfagarði.

Í staðinn mun páfinn áfram halda til í tveggja herbergja íbúið í íbúðahótelinu Domus Santa Marta sem er innan veggja Páfagarðs. Þar mun hann deila mötuneytinu með öðrum gestum hótelsins sem yfirleitt eru prestar eða kardínálar sem heimsækja Páfagarð eða þá starfsmenn Páfagarðs.

Talsmaður páfans segir að hann muni dvelja á íbúðahótelinu um óákveðinn tíma.

Frans 1. er þekktur fyrir mikla hógværð í lífsháttum sínum. Þannig hafnaði hann því að búa í erkibiskupshöllinni í Buenos Aires eftir að hann var skipaður í það embætti á sínum tíma. Hélt hann áfram að búa í lítilli íbúð sinni í borginni ásamt öðrum presti við þröngan kost.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×