Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 1-1 Stefán Árni Pálsson á KR-velli skrifar 27. maí 2013 10:38 KR og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í fimmtu umferð Pepsi-deild karla í kvöld en leikurinn fór fram í Vesturbænum. Elfar Árni Aðalsteinsson gerði eina mark Blika í leiknum og það var Atli Sigurjónsson sem skoraði mark KR. Leikurinn hófst mjög svo rólega og voru liðin í stökustu vandræðum að finna taktinn í leiknum. Ískalt var í veðri og blés mikið á leikmenn og það sást á spilamennsku leikmanna liðanna. Þegar leið á leikinn fóru Blikar að sækja í sig veðrið og sóknarleikur þeirra fór batnandi. Rétt fyrir lok hálfleiksins náðu gestirnir að skora fyrsta mark leiksins þegar Elfar Árni Aðalsteinsson skallaði boltann í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Sverri Inga Ingasyni. KR-ingar vildu fá dæmt brot á Sverri í aðdraganda marksins en hann virtist brjóta á Óskari Erni Haukssyni, leikmanni KR, en hann hélt áfram og náði fínni sendingu fyrir markið sem endaði með eina marki hálfleiksins. KR-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og ætluðu sér greinilega að jafna strax metin en það gekk eftir á 65. mínútu leiksins þegar Atli Sigurjónsson þrumaði boltanum í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Guðmundi Reyni Gunnarssyni. Markið lá heldur betur í loftinu og fyllilega skilið hjá KR. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn næstu mínútur og reyndi hvað þeir gátu að skora þriðja mark leiksins. Blikar voru einnig skeinuhættir undir lokin og Nichlas Rohde, leikmaður Breiðabliks, fékk ótrúlegt færi í uppbótartíma þegar hann hafði prjónað sig í gegnum alla vörn KR, leikið á hvern varnarmann á fætur öðrum en skot hann hafnaði í stönginni. Ótrúlegur sprettur hjá Norðmanninum og hefði líklega verið mark sumarsins. Hvorugt liðið náði aftur á móti að skora fleiri mörk og niðurstaðan því 1-1 jafntefli.Ólafur: Ánægður með vinnusemi drengjanna„Eins og alltaf verður maður einfaldlega að taka þeim úrslitum sem upp koma,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn í kvöld. „Mér fannst vinnusemin til fyrirmyndar hjá mínum leikmönnum. Menn sýndu mikinn aga en við lögðum leikinn upp með það að leiðarljósi að leyfa KR-ingum að hafa boltann á ákveðnum svæðum og lokuðum síðan vel á þá, þetta gekk vel stóran hluta af leiknum.“ „Við fengum frábært færi undir lokin til að klára leikinn en boltinn hafnaði í stönginni, þá hefði hljóðið verið betra í mér eftir leik.“ „Ég tek þetta stig og núna skoðum við bara framhaldið. Ég var virkilega ánægður með varnarleik liðsins í kvöld en þegar við fengum á okkur markið hefði ég vilja sjá menn vera miklu ákveðnari á fjarstönginni.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf hér.Baldur: Tvö töpuð stig„Það er svona frekar svekkjandi að tapa stigum á heimavelli,“ sagði Baldur Sigurðsson, leikmaður KR, eftir leikinn. „Við stjórnuðum leiknum gjörsamlega frá a-ö og þetta voru tvö töpuð stig í kvöld.“ „Mark Blika átti aldrei að standa, klárt brot á Óskari Erni og með ólíkindum að dómarinn hafi ekki dæmt neitt.“ „Við fengum fullt af tækifærum í síðari hálfleiknum og áttum að nýta eitt af þeim, það kostar okkur þennan sigur.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Baldur með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti Fleiri fréttir Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
KR og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í fimmtu umferð Pepsi-deild karla í kvöld en leikurinn fór fram í Vesturbænum. Elfar Árni Aðalsteinsson gerði eina mark Blika í leiknum og það var Atli Sigurjónsson sem skoraði mark KR. Leikurinn hófst mjög svo rólega og voru liðin í stökustu vandræðum að finna taktinn í leiknum. Ískalt var í veðri og blés mikið á leikmenn og það sást á spilamennsku leikmanna liðanna. Þegar leið á leikinn fóru Blikar að sækja í sig veðrið og sóknarleikur þeirra fór batnandi. Rétt fyrir lok hálfleiksins náðu gestirnir að skora fyrsta mark leiksins þegar Elfar Árni Aðalsteinsson skallaði boltann í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Sverri Inga Ingasyni. KR-ingar vildu fá dæmt brot á Sverri í aðdraganda marksins en hann virtist brjóta á Óskari Erni Haukssyni, leikmanni KR, en hann hélt áfram og náði fínni sendingu fyrir markið sem endaði með eina marki hálfleiksins. KR-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og ætluðu sér greinilega að jafna strax metin en það gekk eftir á 65. mínútu leiksins þegar Atli Sigurjónsson þrumaði boltanum í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Guðmundi Reyni Gunnarssyni. Markið lá heldur betur í loftinu og fyllilega skilið hjá KR. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn næstu mínútur og reyndi hvað þeir gátu að skora þriðja mark leiksins. Blikar voru einnig skeinuhættir undir lokin og Nichlas Rohde, leikmaður Breiðabliks, fékk ótrúlegt færi í uppbótartíma þegar hann hafði prjónað sig í gegnum alla vörn KR, leikið á hvern varnarmann á fætur öðrum en skot hann hafnaði í stönginni. Ótrúlegur sprettur hjá Norðmanninum og hefði líklega verið mark sumarsins. Hvorugt liðið náði aftur á móti að skora fleiri mörk og niðurstaðan því 1-1 jafntefli.Ólafur: Ánægður með vinnusemi drengjanna„Eins og alltaf verður maður einfaldlega að taka þeim úrslitum sem upp koma,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn í kvöld. „Mér fannst vinnusemin til fyrirmyndar hjá mínum leikmönnum. Menn sýndu mikinn aga en við lögðum leikinn upp með það að leiðarljósi að leyfa KR-ingum að hafa boltann á ákveðnum svæðum og lokuðum síðan vel á þá, þetta gekk vel stóran hluta af leiknum.“ „Við fengum frábært færi undir lokin til að klára leikinn en boltinn hafnaði í stönginni, þá hefði hljóðið verið betra í mér eftir leik.“ „Ég tek þetta stig og núna skoðum við bara framhaldið. Ég var virkilega ánægður með varnarleik liðsins í kvöld en þegar við fengum á okkur markið hefði ég vilja sjá menn vera miklu ákveðnari á fjarstönginni.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf hér.Baldur: Tvö töpuð stig„Það er svona frekar svekkjandi að tapa stigum á heimavelli,“ sagði Baldur Sigurðsson, leikmaður KR, eftir leikinn. „Við stjórnuðum leiknum gjörsamlega frá a-ö og þetta voru tvö töpuð stig í kvöld.“ „Mark Blika átti aldrei að standa, klárt brot á Óskari Erni og með ólíkindum að dómarinn hafi ekki dæmt neitt.“ „Við fengum fullt af tækifærum í síðari hálfleiknum og áttum að nýta eitt af þeim, það kostar okkur þennan sigur.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Baldur með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti Fleiri fréttir Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira