Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 1-1 Stefán Árni Pálsson á KR-velli skrifar 27. maí 2013 10:38 KR og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í fimmtu umferð Pepsi-deild karla í kvöld en leikurinn fór fram í Vesturbænum. Elfar Árni Aðalsteinsson gerði eina mark Blika í leiknum og það var Atli Sigurjónsson sem skoraði mark KR. Leikurinn hófst mjög svo rólega og voru liðin í stökustu vandræðum að finna taktinn í leiknum. Ískalt var í veðri og blés mikið á leikmenn og það sást á spilamennsku leikmanna liðanna. Þegar leið á leikinn fóru Blikar að sækja í sig veðrið og sóknarleikur þeirra fór batnandi. Rétt fyrir lok hálfleiksins náðu gestirnir að skora fyrsta mark leiksins þegar Elfar Árni Aðalsteinsson skallaði boltann í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Sverri Inga Ingasyni. KR-ingar vildu fá dæmt brot á Sverri í aðdraganda marksins en hann virtist brjóta á Óskari Erni Haukssyni, leikmanni KR, en hann hélt áfram og náði fínni sendingu fyrir markið sem endaði með eina marki hálfleiksins. KR-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og ætluðu sér greinilega að jafna strax metin en það gekk eftir á 65. mínútu leiksins þegar Atli Sigurjónsson þrumaði boltanum í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Guðmundi Reyni Gunnarssyni. Markið lá heldur betur í loftinu og fyllilega skilið hjá KR. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn næstu mínútur og reyndi hvað þeir gátu að skora þriðja mark leiksins. Blikar voru einnig skeinuhættir undir lokin og Nichlas Rohde, leikmaður Breiðabliks, fékk ótrúlegt færi í uppbótartíma þegar hann hafði prjónað sig í gegnum alla vörn KR, leikið á hvern varnarmann á fætur öðrum en skot hann hafnaði í stönginni. Ótrúlegur sprettur hjá Norðmanninum og hefði líklega verið mark sumarsins. Hvorugt liðið náði aftur á móti að skora fleiri mörk og niðurstaðan því 1-1 jafntefli.Ólafur: Ánægður með vinnusemi drengjanna„Eins og alltaf verður maður einfaldlega að taka þeim úrslitum sem upp koma,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn í kvöld. „Mér fannst vinnusemin til fyrirmyndar hjá mínum leikmönnum. Menn sýndu mikinn aga en við lögðum leikinn upp með það að leiðarljósi að leyfa KR-ingum að hafa boltann á ákveðnum svæðum og lokuðum síðan vel á þá, þetta gekk vel stóran hluta af leiknum.“ „Við fengum frábært færi undir lokin til að klára leikinn en boltinn hafnaði í stönginni, þá hefði hljóðið verið betra í mér eftir leik.“ „Ég tek þetta stig og núna skoðum við bara framhaldið. Ég var virkilega ánægður með varnarleik liðsins í kvöld en þegar við fengum á okkur markið hefði ég vilja sjá menn vera miklu ákveðnari á fjarstönginni.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf hér.Baldur: Tvö töpuð stig„Það er svona frekar svekkjandi að tapa stigum á heimavelli,“ sagði Baldur Sigurðsson, leikmaður KR, eftir leikinn. „Við stjórnuðum leiknum gjörsamlega frá a-ö og þetta voru tvö töpuð stig í kvöld.“ „Mark Blika átti aldrei að standa, klárt brot á Óskari Erni og með ólíkindum að dómarinn hafi ekki dæmt neitt.“ „Við fengum fullt af tækifærum í síðari hálfleiknum og áttum að nýta eitt af þeim, það kostar okkur þennan sigur.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Baldur með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
KR og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í fimmtu umferð Pepsi-deild karla í kvöld en leikurinn fór fram í Vesturbænum. Elfar Árni Aðalsteinsson gerði eina mark Blika í leiknum og það var Atli Sigurjónsson sem skoraði mark KR. Leikurinn hófst mjög svo rólega og voru liðin í stökustu vandræðum að finna taktinn í leiknum. Ískalt var í veðri og blés mikið á leikmenn og það sást á spilamennsku leikmanna liðanna. Þegar leið á leikinn fóru Blikar að sækja í sig veðrið og sóknarleikur þeirra fór batnandi. Rétt fyrir lok hálfleiksins náðu gestirnir að skora fyrsta mark leiksins þegar Elfar Árni Aðalsteinsson skallaði boltann í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Sverri Inga Ingasyni. KR-ingar vildu fá dæmt brot á Sverri í aðdraganda marksins en hann virtist brjóta á Óskari Erni Haukssyni, leikmanni KR, en hann hélt áfram og náði fínni sendingu fyrir markið sem endaði með eina marki hálfleiksins. KR-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og ætluðu sér greinilega að jafna strax metin en það gekk eftir á 65. mínútu leiksins þegar Atli Sigurjónsson þrumaði boltanum í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Guðmundi Reyni Gunnarssyni. Markið lá heldur betur í loftinu og fyllilega skilið hjá KR. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn næstu mínútur og reyndi hvað þeir gátu að skora þriðja mark leiksins. Blikar voru einnig skeinuhættir undir lokin og Nichlas Rohde, leikmaður Breiðabliks, fékk ótrúlegt færi í uppbótartíma þegar hann hafði prjónað sig í gegnum alla vörn KR, leikið á hvern varnarmann á fætur öðrum en skot hann hafnaði í stönginni. Ótrúlegur sprettur hjá Norðmanninum og hefði líklega verið mark sumarsins. Hvorugt liðið náði aftur á móti að skora fleiri mörk og niðurstaðan því 1-1 jafntefli.Ólafur: Ánægður með vinnusemi drengjanna„Eins og alltaf verður maður einfaldlega að taka þeim úrslitum sem upp koma,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn í kvöld. „Mér fannst vinnusemin til fyrirmyndar hjá mínum leikmönnum. Menn sýndu mikinn aga en við lögðum leikinn upp með það að leiðarljósi að leyfa KR-ingum að hafa boltann á ákveðnum svæðum og lokuðum síðan vel á þá, þetta gekk vel stóran hluta af leiknum.“ „Við fengum frábært færi undir lokin til að klára leikinn en boltinn hafnaði í stönginni, þá hefði hljóðið verið betra í mér eftir leik.“ „Ég tek þetta stig og núna skoðum við bara framhaldið. Ég var virkilega ánægður með varnarleik liðsins í kvöld en þegar við fengum á okkur markið hefði ég vilja sjá menn vera miklu ákveðnari á fjarstönginni.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf hér.Baldur: Tvö töpuð stig„Það er svona frekar svekkjandi að tapa stigum á heimavelli,“ sagði Baldur Sigurðsson, leikmaður KR, eftir leikinn. „Við stjórnuðum leiknum gjörsamlega frá a-ö og þetta voru tvö töpuð stig í kvöld.“ „Mark Blika átti aldrei að standa, klárt brot á Óskari Erni og með ólíkindum að dómarinn hafi ekki dæmt neitt.“ „Við fengum fullt af tækifærum í síðari hálfleiknum og áttum að nýta eitt af þeim, það kostar okkur þennan sigur.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Baldur með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira