Erlent

Nú þykir enn líklegra að líf hafi getað þrifist á Mars

Þorgils Jónsson skrifar
Geimjeppinn Curiosity hefur aflað vísindamönnum ómetanlegra gagna frá Mars.
Geimjeppinn Curiosity hefur aflað vísindamönnum ómetanlegra gagna frá Mars.
Nýjar rannsóknir benda til þess að ákveðin tegund örvera hefði getað lifað á vatnasvæði á Mars sem geimjeppinn Curiosity hefur rannsakað. Þetta er meðal þess sem fram kemur í vísindagreinum sem birtust í tímaritinu Science í gær.

Umrædd tegund þarf ekki sólarljós til að komast af, heldur reiðir hún sig á orku sem hún vinnur úr steinefnum. Slíkar verur finnast hér á jörðinni, í djúpum hellum og á hafsbotni.

Telja höfundar greinanna að líklegt sé að slíkt líf hefði getað þrifist á Mars í milljónir ára á meðan vatn rann þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×