Knattspyrnumót í Katar gæti kostað þúsundir lífið Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. september 2013 07:00 Emírinn af Katar, Sheikh Tamim bin Hamad Al Thani, í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í vikunni. Mynd/AP Aðstæður verkamanna, sem vinna við byggingar og annan undirbúning heimsmeistaramótsins í knattspyrnu árið 2022, eru það erfiðar að þúsundum þeirra er lífshætta búin. Sharan Burrow, framkvæmdastjóri Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC), segir að hundruð manna láti lífið á ári hverju vegna erfiðra aðstæðna. Mennirnir eru margir látnir vinna í steikjandi hita langan vinnudag á litlu kaupi og réttindalausir. Nú þegar séu um 1,2 milljónir erlendra verkamanna í Katar og þeim muni fjölga mjög þegar hafist verður handa við að reisa íþróttavelli, hótel og aðrar byggingar fyrir heimsmeistaramótið 2022. Búast megi við því að fjögur þúsund verkamannanna hið minnsta falli í valinn fram til ársins 2022, þegar halda á mótið, verði ekki gerðar breytingar á vinnuaðstæðum þeirra. Í yfirlýsingu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA) í gær segir að sambandið hafi miklar áhyggjur af fréttum um erfiðar vinnuaðstæður og réttindaleysi verkamanna sem vinna við undirbúning heimsmeistarakeppninnar í Katar. Í viðtali við breska blaðið The Guardian, sem birti í gær ítarlega frásögn af aðstæðum erlendra verkamanna í Katar, segir Jim Boyce, varaforseti FIFA, að sambandið verði að kanna þetta án tafar. Burrow sakar hins vegar FIFA um þátttöku í samsæri með stjórnvöldum í Katar um að viðhalda óbreyttu ástandi. Hún segir að á fundi í nóvember árið 2011 hafi FIFA lofað að gera eitthvað innan hálfs árs varðandi vinnuaðstæður verkamanna. Ekki hafi verið staðið við þau loforð. „Ef FIFA er í raun alvara myndi ákvörðunarvald þeirra um að annaðhvort verði heimsmeistaramótið haldið við mannsæmandi aðstæður eða hætt verði við duga til þess að fá Katarbúa til að setjast niður til að ræða málin,“ segir Burrow. Í yfirlýsingu FIFA segir að aftur verði haft samband við stjórnvöld í Katar. Málið verði einnig rætt á fundi framkvæmdastjórnar FIFA í næstu viku. Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Aðstæður verkamanna, sem vinna við byggingar og annan undirbúning heimsmeistaramótsins í knattspyrnu árið 2022, eru það erfiðar að þúsundum þeirra er lífshætta búin. Sharan Burrow, framkvæmdastjóri Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC), segir að hundruð manna láti lífið á ári hverju vegna erfiðra aðstæðna. Mennirnir eru margir látnir vinna í steikjandi hita langan vinnudag á litlu kaupi og réttindalausir. Nú þegar séu um 1,2 milljónir erlendra verkamanna í Katar og þeim muni fjölga mjög þegar hafist verður handa við að reisa íþróttavelli, hótel og aðrar byggingar fyrir heimsmeistaramótið 2022. Búast megi við því að fjögur þúsund verkamannanna hið minnsta falli í valinn fram til ársins 2022, þegar halda á mótið, verði ekki gerðar breytingar á vinnuaðstæðum þeirra. Í yfirlýsingu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA) í gær segir að sambandið hafi miklar áhyggjur af fréttum um erfiðar vinnuaðstæður og réttindaleysi verkamanna sem vinna við undirbúning heimsmeistarakeppninnar í Katar. Í viðtali við breska blaðið The Guardian, sem birti í gær ítarlega frásögn af aðstæðum erlendra verkamanna í Katar, segir Jim Boyce, varaforseti FIFA, að sambandið verði að kanna þetta án tafar. Burrow sakar hins vegar FIFA um þátttöku í samsæri með stjórnvöldum í Katar um að viðhalda óbreyttu ástandi. Hún segir að á fundi í nóvember árið 2011 hafi FIFA lofað að gera eitthvað innan hálfs árs varðandi vinnuaðstæður verkamanna. Ekki hafi verið staðið við þau loforð. „Ef FIFA er í raun alvara myndi ákvörðunarvald þeirra um að annaðhvort verði heimsmeistaramótið haldið við mannsæmandi aðstæður eða hætt verði við duga til þess að fá Katarbúa til að setjast niður til að ræða málin,“ segir Burrow. Í yfirlýsingu FIFA segir að aftur verði haft samband við stjórnvöld í Katar. Málið verði einnig rætt á fundi framkvæmdastjórnar FIFA í næstu viku.
Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira