Knattspyrnumót í Katar gæti kostað þúsundir lífið Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. september 2013 07:00 Emírinn af Katar, Sheikh Tamim bin Hamad Al Thani, í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í vikunni. Mynd/AP Aðstæður verkamanna, sem vinna við byggingar og annan undirbúning heimsmeistaramótsins í knattspyrnu árið 2022, eru það erfiðar að þúsundum þeirra er lífshætta búin. Sharan Burrow, framkvæmdastjóri Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC), segir að hundruð manna láti lífið á ári hverju vegna erfiðra aðstæðna. Mennirnir eru margir látnir vinna í steikjandi hita langan vinnudag á litlu kaupi og réttindalausir. Nú þegar séu um 1,2 milljónir erlendra verkamanna í Katar og þeim muni fjölga mjög þegar hafist verður handa við að reisa íþróttavelli, hótel og aðrar byggingar fyrir heimsmeistaramótið 2022. Búast megi við því að fjögur þúsund verkamannanna hið minnsta falli í valinn fram til ársins 2022, þegar halda á mótið, verði ekki gerðar breytingar á vinnuaðstæðum þeirra. Í yfirlýsingu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA) í gær segir að sambandið hafi miklar áhyggjur af fréttum um erfiðar vinnuaðstæður og réttindaleysi verkamanna sem vinna við undirbúning heimsmeistarakeppninnar í Katar. Í viðtali við breska blaðið The Guardian, sem birti í gær ítarlega frásögn af aðstæðum erlendra verkamanna í Katar, segir Jim Boyce, varaforseti FIFA, að sambandið verði að kanna þetta án tafar. Burrow sakar hins vegar FIFA um þátttöku í samsæri með stjórnvöldum í Katar um að viðhalda óbreyttu ástandi. Hún segir að á fundi í nóvember árið 2011 hafi FIFA lofað að gera eitthvað innan hálfs árs varðandi vinnuaðstæður verkamanna. Ekki hafi verið staðið við þau loforð. „Ef FIFA er í raun alvara myndi ákvörðunarvald þeirra um að annaðhvort verði heimsmeistaramótið haldið við mannsæmandi aðstæður eða hætt verði við duga til þess að fá Katarbúa til að setjast niður til að ræða málin,“ segir Burrow. Í yfirlýsingu FIFA segir að aftur verði haft samband við stjórnvöld í Katar. Málið verði einnig rætt á fundi framkvæmdastjórnar FIFA í næstu viku. Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Sjá meira
Aðstæður verkamanna, sem vinna við byggingar og annan undirbúning heimsmeistaramótsins í knattspyrnu árið 2022, eru það erfiðar að þúsundum þeirra er lífshætta búin. Sharan Burrow, framkvæmdastjóri Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC), segir að hundruð manna láti lífið á ári hverju vegna erfiðra aðstæðna. Mennirnir eru margir látnir vinna í steikjandi hita langan vinnudag á litlu kaupi og réttindalausir. Nú þegar séu um 1,2 milljónir erlendra verkamanna í Katar og þeim muni fjölga mjög þegar hafist verður handa við að reisa íþróttavelli, hótel og aðrar byggingar fyrir heimsmeistaramótið 2022. Búast megi við því að fjögur þúsund verkamannanna hið minnsta falli í valinn fram til ársins 2022, þegar halda á mótið, verði ekki gerðar breytingar á vinnuaðstæðum þeirra. Í yfirlýsingu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA) í gær segir að sambandið hafi miklar áhyggjur af fréttum um erfiðar vinnuaðstæður og réttindaleysi verkamanna sem vinna við undirbúning heimsmeistarakeppninnar í Katar. Í viðtali við breska blaðið The Guardian, sem birti í gær ítarlega frásögn af aðstæðum erlendra verkamanna í Katar, segir Jim Boyce, varaforseti FIFA, að sambandið verði að kanna þetta án tafar. Burrow sakar hins vegar FIFA um þátttöku í samsæri með stjórnvöldum í Katar um að viðhalda óbreyttu ástandi. Hún segir að á fundi í nóvember árið 2011 hafi FIFA lofað að gera eitthvað innan hálfs árs varðandi vinnuaðstæður verkamanna. Ekki hafi verið staðið við þau loforð. „Ef FIFA er í raun alvara myndi ákvörðunarvald þeirra um að annaðhvort verði heimsmeistaramótið haldið við mannsæmandi aðstæður eða hætt verði við duga til þess að fá Katarbúa til að setjast niður til að ræða málin,“ segir Burrow. Í yfirlýsingu FIFA segir að aftur verði haft samband við stjórnvöld í Katar. Málið verði einnig rætt á fundi framkvæmdastjórnar FIFA í næstu viku.
Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Sjá meira