Erlent

Spenntari fyrir Gangnam Style

Almennir borgarar í Suður-Kóreu eru ekki að stressa sig mikið á stríðsæsingi norðanmanna. FRéttablaðið/AP
Almennir borgarar í Suður-Kóreu eru ekki að stressa sig mikið á stríðsæsingi norðanmanna. FRéttablaðið/AP
Almenningur í Suður-Kóreu lætur ekki spennuna í samskiptum við nágrannana í norðri á sig fá, enda hafa þeir áður upplifað slíkar hótanir.

Verslunareigendur hafa ekki orðið varir við að fólk hamstri matvæli til að geyma ef til stríðs kæmi og unga fólkið hefur um margt annað að hugsa, til dæmis tónleika ofurstjörnunnar Psy sem tryllti tónlistarheiminn með laginu Gangnam Style.

„Hótanirnar hafa engin áhrif á líf mitt," segir skrifstofumaðurinn Park Geun-san. „Ég er bara voðalega spenntur fyrir tónleikunum og Norður-Kórea breytir því ekki."

Kang Dong-wan, sérfræðingur í milliríkjasamskiptum á Kóreuskaga við háskólann Dong-A í Busan, segir Suður-Kóreumenn ekki trúa að stjórnvöld í Pjongjang muni standa við hótanir. Það megi þó ekki líta alfarið fram hjá ógninni, enda sé meira undir núna. Leiðtogi Norður-Kóreu sé óreyndur og Suður-Kórea hafi heitið því að svara árásum í sömu mynt.

„Þannig að lítill neisti getur auðveldlega orðið að báli sem mun valda eyðileggingu um allan Kóreuskaga." - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×