Obama vill sjálfstætt ríki Palestínu Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 22. mars 2013 07:00 Gripið var fram í fyrir forsetanum á fundinum í Jerúsalem í gær, og hér leitar hann að viðkomandi. Hann gerði létt grín að því að hann væri vanur því að gripið væri fram í fyrir honum. fréttablaðið/ap „Rétt eins og Ísraelar byggðu ríki í sínu heimalandi eiga Palestínumenn rétt á að vera frjálsir í sínu eigin landi," sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti á fundi með stúdentum í Ísrael í gær. Obama er í þriggja daga opinberri heimsókn þar. Forsetinn sagði frið milli þjóðanna nauðsynlegan til að tryggja framdrátt Ísraels. „Réttur Palestínumanna til sjálfsyfirráða og réttlætis verður að vera viðurkenndur. Setjið ykkur í þeirra spor, lítið á heiminn með þeirra augum. Það er ekki sanngjarnt að palestínskt barn geti ekki alist upp í eigin ríki, og lifi öllu sínu lífi í návígi við útlenskan her sem stjórnar ferðum þess á hverjum einasta degi," sagði forsetinn einnig. Hann sagði einnig við nemendurna að á meðan Bandaríkin væru til stæðu Ísraelar ekki einir í baráttu sinni. Hann sagði Bandaríkjamenn vera bestu vini Ísraels. Ísraelar þyrftu hins vegar að draga úr einangrun sinni á alþjóðavettvangi. Obama tók vægar til orða um landnemabyggðir Ísraela en oft áður og krafðist þess ekki að hætt yrði að byggja. Hann sagði þó að landnemabyggðirnar eyðilegðu fyrir friðarmöguleikum, enda hafi Palestínumenn gert stöðvun þeirra að forsendu fyrir friðarviðræðum. „Pólitískt séð, sé litið til almenns stuðnings Bandaríkjamanna við Ísrael, væri auðveldast fyrir mig að leggja þetta deilumál til hliðar. Lýsa yfir ótakmörkuðum stuðningi við hvað sem Ísraelar ákveða að gera, það væri auðveldasta pólitíska brautin að feta. En ég vil að þið vitið að ég tala við ykkur sem vinur sem hefur miklar áhyggjur og mikinn áhuga á framtíð ykkar." Bandaríkjaforseti hitti einnig forseta Palestínu, Mahmoud Abbas, í gærmorgun á Vesturbakkanum. Hann fordæmdi þar eldflaugaárásir Palestínumanna. Hann sagði Bandaríkjamenn vera á móti auknum landnemabyggðum Ísraela en sagði einnig að þær ættu ekki að vera notaðar sem afsökun fyrir aðgerðaleysi. „Ef væntingarnar eru þær að aðeins sé hægt að hafa beinar friðarviðræður þegar búið er að ákveða allt fyrirfram, þá er enginn tilgangur með viðræðunum, svo ég tel mikilvægt að komast áfram þótt margt pirri báða deiluaðila," sagði forsetinn á sameiginlegum fundi með Abbas. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
„Rétt eins og Ísraelar byggðu ríki í sínu heimalandi eiga Palestínumenn rétt á að vera frjálsir í sínu eigin landi," sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti á fundi með stúdentum í Ísrael í gær. Obama er í þriggja daga opinberri heimsókn þar. Forsetinn sagði frið milli þjóðanna nauðsynlegan til að tryggja framdrátt Ísraels. „Réttur Palestínumanna til sjálfsyfirráða og réttlætis verður að vera viðurkenndur. Setjið ykkur í þeirra spor, lítið á heiminn með þeirra augum. Það er ekki sanngjarnt að palestínskt barn geti ekki alist upp í eigin ríki, og lifi öllu sínu lífi í návígi við útlenskan her sem stjórnar ferðum þess á hverjum einasta degi," sagði forsetinn einnig. Hann sagði einnig við nemendurna að á meðan Bandaríkin væru til stæðu Ísraelar ekki einir í baráttu sinni. Hann sagði Bandaríkjamenn vera bestu vini Ísraels. Ísraelar þyrftu hins vegar að draga úr einangrun sinni á alþjóðavettvangi. Obama tók vægar til orða um landnemabyggðir Ísraela en oft áður og krafðist þess ekki að hætt yrði að byggja. Hann sagði þó að landnemabyggðirnar eyðilegðu fyrir friðarmöguleikum, enda hafi Palestínumenn gert stöðvun þeirra að forsendu fyrir friðarviðræðum. „Pólitískt séð, sé litið til almenns stuðnings Bandaríkjamanna við Ísrael, væri auðveldast fyrir mig að leggja þetta deilumál til hliðar. Lýsa yfir ótakmörkuðum stuðningi við hvað sem Ísraelar ákveða að gera, það væri auðveldasta pólitíska brautin að feta. En ég vil að þið vitið að ég tala við ykkur sem vinur sem hefur miklar áhyggjur og mikinn áhuga á framtíð ykkar." Bandaríkjaforseti hitti einnig forseta Palestínu, Mahmoud Abbas, í gærmorgun á Vesturbakkanum. Hann fordæmdi þar eldflaugaárásir Palestínumanna. Hann sagði Bandaríkjamenn vera á móti auknum landnemabyggðum Ísraela en sagði einnig að þær ættu ekki að vera notaðar sem afsökun fyrir aðgerðaleysi. „Ef væntingarnar eru þær að aðeins sé hægt að hafa beinar friðarviðræður þegar búið er að ákveða allt fyrirfram, þá er enginn tilgangur með viðræðunum, svo ég tel mikilvægt að komast áfram þótt margt pirri báða deiluaðila," sagði forsetinn á sameiginlegum fundi með Abbas.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira