Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Breiðablik 0-3 eftir framlengingu Stefán Árni Pálsson skrifar 20. júní 2013 13:29 Breiðablik bar sigur úr býtum, 3-0, gegn ÍA í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins en leikurinn fór fram á Akranesvelli í kvöld. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 0-0 og leikurinn heldur bragðdaufur. Blikar gerði síðan þrjú mörk í framlengingunni og gerðu útum leikinn. Leikurinn var heldur bragðdaufur í fyrri hálfleiknum og fátt markvert gerðist í raun. Ármann Smári Björnsson, leikmaður ÍA, fékk ágætis færi eftir rúmlega tíu mínútna leik en skot hans töluvert hátt yfir. Staðan var því 0-0 í hálfleik og ekkert í spilunum hjá hvorugu liðinu. Ekki var síðari hálfleikurinn mikið skárri og hvorugt liðið engan veginn að finna taktinn. Blikar fengu ágæt færi þegar nokkrar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en þá varði Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, vel frá Nichlas Rohde og Ellerti Hreinssyni í tvígang. Það eins sem gerðist í síðari hálfleiknum og því er skemmst frá því að segja að staðan varð 0-0 eftir venjulegan leiktíma og framlengja þurfti leikinn. Breiðablik var sterkari aðilinn í byrjun framlengingarinnar og kom Tómas Óli Garðarsson með ákveðin kraft í sóknarleik þeirra en hann kom inn á völlinn í byrjun framlengingarinnar og það var síðan Elfar Árni Aðalsteinsson sem skoraði fínt mark í lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar þegar hann fékk boltann inn í vítateig ÍA, snéri sér á punktinum og þrumaði boltanum í þaknetið. Skagamenn settu allt í sóknarleikinn eftir markið sem hafði þær afleiðingar að Ellert Hreinsson skoraði annað mark gestanna rétt fyrir lok leiksins þegar hann fékk fyrirgjöf frá Nichlas Rohde og renndi boltanum í autt netið. Rétt eftir markið gerði Tómas Óli Garðarsson þriðja mark Blika og leikurinn alveg búinn. Fínn Blikasigur sem var aldrei í sérstakri hættu í framlengingunni. Þeir eru því komnir áfram í 8-liða úrslitin en dregið verður á morgun. Ólafur: Vil fá Gróttu „Ég er sáttur eftir leikinn, skoruðum þrjú mörk og héldum hreinu,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, eftir leikinn í kvöld. „Við réðum vel við Skagamenn í framlengingunni þar sem þeir spiluðu löngum háum boltum inn í miðja vörn okkar sem hentaði okkur vel til að beita skyndisóknum, en tvö af okkur mörkum í framlengingunni koma eftir hröð upphlaup.“ „Ég er í raun heilt yfir mjög ánægður með alla leikmenn liðsins eftir leikinn.“ „Draumamótherjinn er að sjálfsögðu Grótta.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Jón Þór: Strákarnir börðust hetjulega„Strákarnir börðust hetjulega í 90 mínútur í kvöld,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari liðsins í kvöld, en hann stóð vaktina þar sem Þórður Þórðarson sagði starfi sínu lausu sem þjálfari liðsins fyrr í vikunni. Þorvaldur Örlygsson er tekinn við liðinu og mun hann stýra ÍA í næsta leik. „Þetta var svosem ágætis leikur í venjulegum leiktíma en samt lítið í spilunum báðum megin á vellinum.“ „Menn geta verið stoltir af sinni frammistöðu í kvöld og sérstaklega eftir þessa viku sem er að enda kominn.“ „Núna er framundan nýtt mót hjá okkur og einskonar úrslitakeppni í næstu fjórum umferðum í Pepsi-deildinni. Þorvaldur [Örlygsson] tekur nú til starfa og stýrir liðinu út leiktíðina.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Gunnleifur: Þetta var ekki brasilískur bílastæðabolti„Þetta var ekki brasilískur bílastæðabolti en við unnum leikinn og erum komnir áfram, það er það sem skiptir máli,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Blika, eftir sigurinn. „Við bjuggumst við Skagamönnum alveg brjáluðum í leiknum enda liðið að skipta um þjálfara og það eflir oft leikmenn.“ „Mér fannst við taka yfir leikinn seinnipart venjulegs leiktíma og áttum síðan framlenginguna.“ „Við ræddum um það eftir venjulegan leiktíma að það væri mikilvægast að halda haus og þá myndi þetta detta fyrir okkur.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Breiðablik bar sigur úr býtum, 3-0, gegn ÍA í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins en leikurinn fór fram á Akranesvelli í kvöld. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 0-0 og leikurinn heldur bragðdaufur. Blikar gerði síðan þrjú mörk í framlengingunni og gerðu útum leikinn. Leikurinn var heldur bragðdaufur í fyrri hálfleiknum og fátt markvert gerðist í raun. Ármann Smári Björnsson, leikmaður ÍA, fékk ágætis færi eftir rúmlega tíu mínútna leik en skot hans töluvert hátt yfir. Staðan var því 0-0 í hálfleik og ekkert í spilunum hjá hvorugu liðinu. Ekki var síðari hálfleikurinn mikið skárri og hvorugt liðið engan veginn að finna taktinn. Blikar fengu ágæt færi þegar nokkrar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en þá varði Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, vel frá Nichlas Rohde og Ellerti Hreinssyni í tvígang. Það eins sem gerðist í síðari hálfleiknum og því er skemmst frá því að segja að staðan varð 0-0 eftir venjulegan leiktíma og framlengja þurfti leikinn. Breiðablik var sterkari aðilinn í byrjun framlengingarinnar og kom Tómas Óli Garðarsson með ákveðin kraft í sóknarleik þeirra en hann kom inn á völlinn í byrjun framlengingarinnar og það var síðan Elfar Árni Aðalsteinsson sem skoraði fínt mark í lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar þegar hann fékk boltann inn í vítateig ÍA, snéri sér á punktinum og þrumaði boltanum í þaknetið. Skagamenn settu allt í sóknarleikinn eftir markið sem hafði þær afleiðingar að Ellert Hreinsson skoraði annað mark gestanna rétt fyrir lok leiksins þegar hann fékk fyrirgjöf frá Nichlas Rohde og renndi boltanum í autt netið. Rétt eftir markið gerði Tómas Óli Garðarsson þriðja mark Blika og leikurinn alveg búinn. Fínn Blikasigur sem var aldrei í sérstakri hættu í framlengingunni. Þeir eru því komnir áfram í 8-liða úrslitin en dregið verður á morgun. Ólafur: Vil fá Gróttu „Ég er sáttur eftir leikinn, skoruðum þrjú mörk og héldum hreinu,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, eftir leikinn í kvöld. „Við réðum vel við Skagamenn í framlengingunni þar sem þeir spiluðu löngum háum boltum inn í miðja vörn okkar sem hentaði okkur vel til að beita skyndisóknum, en tvö af okkur mörkum í framlengingunni koma eftir hröð upphlaup.“ „Ég er í raun heilt yfir mjög ánægður með alla leikmenn liðsins eftir leikinn.“ „Draumamótherjinn er að sjálfsögðu Grótta.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Jón Þór: Strákarnir börðust hetjulega„Strákarnir börðust hetjulega í 90 mínútur í kvöld,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari liðsins í kvöld, en hann stóð vaktina þar sem Þórður Þórðarson sagði starfi sínu lausu sem þjálfari liðsins fyrr í vikunni. Þorvaldur Örlygsson er tekinn við liðinu og mun hann stýra ÍA í næsta leik. „Þetta var svosem ágætis leikur í venjulegum leiktíma en samt lítið í spilunum báðum megin á vellinum.“ „Menn geta verið stoltir af sinni frammistöðu í kvöld og sérstaklega eftir þessa viku sem er að enda kominn.“ „Núna er framundan nýtt mót hjá okkur og einskonar úrslitakeppni í næstu fjórum umferðum í Pepsi-deildinni. Þorvaldur [Örlygsson] tekur nú til starfa og stýrir liðinu út leiktíðina.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Gunnleifur: Þetta var ekki brasilískur bílastæðabolti„Þetta var ekki brasilískur bílastæðabolti en við unnum leikinn og erum komnir áfram, það er það sem skiptir máli,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Blika, eftir sigurinn. „Við bjuggumst við Skagamönnum alveg brjáluðum í leiknum enda liðið að skipta um þjálfara og það eflir oft leikmenn.“ „Mér fannst við taka yfir leikinn seinnipart venjulegs leiktíma og áttum síðan framlenginguna.“ „Við ræddum um það eftir venjulegan leiktíma að það væri mikilvægast að halda haus og þá myndi þetta detta fyrir okkur.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira