Erlent

Eftirlitssamtök gagnrýnd fyrir dauða hákarls

Hvítháfur.
Hvítháfur. Mynd/Getty
Hákarl drapst í vatnstanki við gerð auglýsingar fyrir bandarísku verslanakeðjuna Kmart. Atvikið átti sér stað í New York í síðustu viku.

Eftirlitssamtökin American Humane Association (AHA) voru á staðnum til að tryggja öryggi dýrsins, en þessi eins og hálfs metra langi hvítháfur drapst engu að síður.

Dýraverndunarsamtökin PETA gagnrýna AHA og í bréfi til samtakanna eru þau spurð hvers vegna þau hafi leyft flutning dýrsins, þar sem tegundin sé einkar viðkvæm.

Talsmaður AHA segir tankinn hafa verið rúmgóðan og um leið og dýrið hafi sýnt merki um vanlíðan hefði súrefni verið pumpað í vatnið og að lokum hafi hákarlinum verið gefin adrenalínsprauta. Það hafi þó ekki dugað til.

Kmart segja að fyrirtækið setji öryggi ávallt í fyrsta sæti, og því sé málið litið alvarlegum augum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×