Erlent

Vanhæfur til að dæma í máli Bulgers

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bulger var einu sinni á lista yfir mest eftilýstu menn.
Bulger var einu sinni á lista yfir mest eftilýstu menn. Mynd/ Getty.

Denise J. Casper, fyrsta þeldökka konan til að gegna embætti dómara í Massachusettsfylki, mun dæma í máli ákæruvaldsins gegn James Whitey Bulger. Hún tók við málinu af Richard G. Stearns sem þurfti að víkja sæti. Ástæðan er sú að Stearns var saksóknari á níunda áratugnum þegar kollegi hans hjá saksóknaraembættinu er sagður hafa lofað Bulger friðhelgi. Það þótti valda vanhæfi Stearns.

Bulger, sem er 83 ára gamall, var eitt sinn einn illræmdasti glæpamaður í Boston. Hann er grunaður um fjölmörg morð sem framin voru á áttunda og níunda áratugnum. Hann lagði á flótta árið 1994 og var í felum í sextán ár. Í tólf ár var hann á lista FBI yfir mest eftirlýstu menn í Bandaríkjunum. Sumarið 2011 var hann handtekinn eftir að íslensk kona hafði veitt lögreglunni upplýsingar sem leiddu til handtöku hans.

Los Angeles Times greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×