Erlent

Loftvarnir efldar í kjölfar hótana

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Chuck Hagel, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Chuck Hagel, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Mynd/AP
Chuck Hagel varnarmálaráðherra Bandaríkjanna greindi í dag frá áætlunum um að bæta loftvarnir vegna hótana frá N-Kóreu.

Verður fjórtán loftvarnareldflaugum bætt við þær þrjátíu sem nú þegar eru staðsettar í Kaliforníufylki og Alaska, en samskipti þjóðanna tveggja hafa stirðnað enn frekar í kjölfar þess sem Hagel kallar „fjölda óábyrgra hótana" úr austri.

Kjarnorkutilraunir héldu áfram í Pyongyang, höfuðborg N-Kóreu, í síðasta mánuði og segir varnarmálaráðherrann að engin áhætta verði tekin með varnir Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×