Erlent

Kosið í Venesúela

Hugi Chavez lést úr veikindum fyrir nokkrum vikum. Hann hefur samt blandað sér í kosningarnar, enda sagði hann á banabeðinu að Nicolas Maduro væri besti maðurinn til þess að taka við embættinu.
Hugi Chavez lést úr veikindum fyrir nokkrum vikum. Hann hefur samt blandað sér í kosningarnar, enda sagði hann á banabeðinu að Nicolas Maduro væri besti maðurinn til þess að taka við embættinu.
Íbúar Venesúela ganga til kosninga í dag til þess að velja eftirmann Hugo Chavez á forsetastóli, en Chavez lést í embætti fyrir nokkrum vikum. Varaforsetinn Nicolas Maduro er talinn líklegur til að tryggja sér embættið en Chavez hafði lýst því yfir fyrir dauða sinn að Maduro væri besti maðurinn í verkið.

Hann berst nú við Henrique Capriles ríkisstjóra í Miranda héraði. Sá tapaði naumlega fyrir Chavez í síðustu kosningum sem fram fóru í landinu í október. Tæplega tuttugu milljónir manna er á kjörskrá og opna kjörstaðir klukkan ellefu að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×