Talið er að eldinn í Santa Maria í Brasilíu megi rekja til flugelda sem er raunar furðualgeng orsök eldsvoða ef litið er til lista AP.
Perm, Rússlandi - 2009
Eldur kviknaði á Lame Horse næturklúbbnum í Rússlandi í desember 2009. Flugeldasýning innandyra varð til þess að kviknaði í plastskreytingum. 152 létu lífið.
Buenos Aires, Argentínu - 2004

Rhode Island, Bandaríkjunum - 2003

eftir að flugeldar, sem voru hluti af tónleikum hljómsveitarinnar Great White, kveikti í ódýrum hljóðísogsplötum á veggjum og lofti.
Luoyang, Kína - 2000
309 létu lífið í desember árið 200 í mesta manntjóni á skemmtistað í sögu Kína. Mikið fjölmenni var þá samankomið á diskóteki í borginni Luoyang. Eldinn mátti rekja til suðuslyss í nágrenni skemmtistaðarins.
Quezon City, Filipseyjar - 1996
Fjölmargir nemar voru á meðal þeirra 162 sem létu lífið á Ozone Disco öldurhúsinu í Filipseyjum árið 1996. Nemarnir voru að fagna próflokum.
Kentucky, Bandaríkjunum - 1977
165 létust og yfir 200 slösuðust þegar Beverly Hills Supper Club í bænum Southgate í Kentucky-fylki brann til kaldra kola.

Mesta manntjón á skemmtistað í sögu Bandaríkjanna átti sér stað á Boston Cocoanut klúbbnum í samnefndri borg í Massachussetts-fylki. 492 létu lífið en eldsvoðinn varð til aukinna reglugerða um úðakerfi og fjölda neyðarútganga.
Mississippi, Bandaríkjunum - 1940
209 létu lífið á Rhytm Night Club í bænum Natchez í Mississippi-fylki. Eldur kviknaði í skrauti sem hékk í loftinu. Hundruð gesta reyndu að forða sér út um einn útgang. Neglt hafði verið fyrir glugga til þess að koma í veg fyrir að fólk gæti svindlað sér inn.
Umfjöllun AP-fréttastofunnar má sjá hér.