Erlent

Um 232 taldir látnir í bruna í næturklúbbi

Talið er að allt að 232 hafi látið lífið í bruna á skemmtistað í borginni Santa Maria í Brasilíu í Suður-Ameríku í nótt. Þá eru yfir 200 slasaðir.

Talsmaður lögreglu borgarinnar sagði þarlendum fjölmiðlum að eldurinn hefði kviknað á skemmtistaðnum Boate Kiss þar sem hljómsveit spilaði fyrir gesti. Talið er að kviknað hafi útfrá flugeldum sem hljómsveitarmeðlimir skutu á loft á skemmtistaðnum.

Tala látinna hefur verið á reiki í dag. Var upphaflega talið að 180 hefðu látið lífið en nokkru síðar var talann komin í 245. Nýjustu tölur benda til þess að 232 liggi í valnum.

Hægt er að lesa nánar um málið á fréttavef New York Times.

Nordicphotos/Getty
Talsmaður ríkisstjórnarinnar staðfesti að 70 lík hefðu verið flutt í vörubíl í íþróttamiðstöð í nágrenninu þar sem líkin verða geymd tímabundið. Öryggisvörður á skemmtistaðnum telur að fullt af verið út úr dyrum. Gestir hafi verið á milli eitt og tvö þúsund og örvænting hafi gripið um sig þegar eldur kviknaði. Gestir hafi hver ýtt öðrum í tilraun sinni til þess að komast út.

Nordicphotos/AFP
Nánar má lesa um málið á fréttavef CBS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×