Ólafur Kristjáns: Enginn í standi til þess að fara spila um einhver stig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2013 01:28 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var gestur Pepsi-markanna í kvöld en þar fór hann yfir atburðarrásina á Kópavogsvellinum þar sem leikur Breiðabliks og KR var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, fékk slæmt höfuðhögg í upphafi leiks. Ólafur ræddi í þættinum við Hörð Magnússon, umsjónarmann Pepsi-markanna, og fór þar yfir stöðu mála en hann var þá nýkominn frá sjúkrahúsinu þar sem hann hitti Elfar Árna. „Þetta lítur betur út en áhorfist í fyrstu. Hann er kominn til meðvitundar og er á spítala. Ég fór til hans áðan og spjallaði við hann. Hann var eftir atvikum nokkuð eðlilegur. Þetta leit ekki vel út en sem betur fer fór þetta vel," sagði Ólafur. „Okkar hugur og allra eru hjá honum og að hann jafni sig. Þetta leit ekki vel út og menn voru sjokkeraðir hvort sem það voru leikmenn beggja liða, áhorfendur, þjálfarar eða þeir sem komu að þessu. Það er ánægjulegt að þetta líti betur út eftir rannsóknir og annað," sagði Ólafur. „Ég vil nota tækifærið og þakka bæði sjúkraþjálfurum okkar, sjúkraþjálfurum KR, leikmönnum beggja liða og læknum sem komu að fyrir þeirra þátt. Það skipti sköpum að það voru góð viðbrögð og hröð handtök," sagði Ólafur. „Þetta kemur mér þannig fyrir sjónir. Það er hár bolti eins og hengur. Elfar og Grétar Sigfinnur fara upp í skallaeinvígi. Óhappið verður og þeir skella saman með höfuðin og við sjáum slíkt gerast í fótboltaleikjum. Elfar liggur eftir og Magnús Þórisson dómari bregst mjög hratt við og stoppar leikinn strax. Fyrstu viðbrögð okkar eru að þarna séu einhvers konar meiðsli. Menn eru ekkert undibúnir fyrir þetta því þetta var alvarlegra en gengur og gerist. Bjarni (Guðjónsson) kemur að honum sem og fleiri leikmenn og bregðast hárrétt við. Svo hefjast menn bara handa við að gera það sem þarf að gera í svona stöðu," sagði Ólafur. „Menn voru eðlilega mjög sjokkeraðir því þarna sjá leikmenn inn á vellinum þetta frá fyrstu hendi. Áhorfendur upp í stúku fá líka engar fréttir af því sem er að gerast. Við ákváðum að fara með bæði liðin inn í klefa. Rúnar og hans teymi hjá KR var eðlilega brugðið og menn voru mjög samhuga og skilningsríkir í því að það voru önnur atriði mikilvægari en fótboltaleikurinn. Svo þegar við fengum fréttir af líðan Elfars út á vellinum og í sjúkrabílnum þá komum við saman og tókum ákvörðun um það að það væri réttast að stoppa þennan leik. Ég efast ekki um að það var eina ákvörðunin sem var rétt að taka. Það var enginn í standi til þess að fara spila um einhver stig eftir að hafa orðið vitni að þessu," sagði Ólafur en það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var gestur Pepsi-markanna í kvöld en þar fór hann yfir atburðarrásina á Kópavogsvellinum þar sem leikur Breiðabliks og KR var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, fékk slæmt höfuðhögg í upphafi leiks. Ólafur ræddi í þættinum við Hörð Magnússon, umsjónarmann Pepsi-markanna, og fór þar yfir stöðu mála en hann var þá nýkominn frá sjúkrahúsinu þar sem hann hitti Elfar Árna. „Þetta lítur betur út en áhorfist í fyrstu. Hann er kominn til meðvitundar og er á spítala. Ég fór til hans áðan og spjallaði við hann. Hann var eftir atvikum nokkuð eðlilegur. Þetta leit ekki vel út en sem betur fer fór þetta vel," sagði Ólafur. „Okkar hugur og allra eru hjá honum og að hann jafni sig. Þetta leit ekki vel út og menn voru sjokkeraðir hvort sem það voru leikmenn beggja liða, áhorfendur, þjálfarar eða þeir sem komu að þessu. Það er ánægjulegt að þetta líti betur út eftir rannsóknir og annað," sagði Ólafur. „Ég vil nota tækifærið og þakka bæði sjúkraþjálfurum okkar, sjúkraþjálfurum KR, leikmönnum beggja liða og læknum sem komu að fyrir þeirra þátt. Það skipti sköpum að það voru góð viðbrögð og hröð handtök," sagði Ólafur. „Þetta kemur mér þannig fyrir sjónir. Það er hár bolti eins og hengur. Elfar og Grétar Sigfinnur fara upp í skallaeinvígi. Óhappið verður og þeir skella saman með höfuðin og við sjáum slíkt gerast í fótboltaleikjum. Elfar liggur eftir og Magnús Þórisson dómari bregst mjög hratt við og stoppar leikinn strax. Fyrstu viðbrögð okkar eru að þarna séu einhvers konar meiðsli. Menn eru ekkert undibúnir fyrir þetta því þetta var alvarlegra en gengur og gerist. Bjarni (Guðjónsson) kemur að honum sem og fleiri leikmenn og bregðast hárrétt við. Svo hefjast menn bara handa við að gera það sem þarf að gera í svona stöðu," sagði Ólafur. „Menn voru eðlilega mjög sjokkeraðir því þarna sjá leikmenn inn á vellinum þetta frá fyrstu hendi. Áhorfendur upp í stúku fá líka engar fréttir af því sem er að gerast. Við ákváðum að fara með bæði liðin inn í klefa. Rúnar og hans teymi hjá KR var eðlilega brugðið og menn voru mjög samhuga og skilningsríkir í því að það voru önnur atriði mikilvægari en fótboltaleikurinn. Svo þegar við fengum fréttir af líðan Elfars út á vellinum og í sjúkrabílnum þá komum við saman og tókum ákvörðun um það að það væri réttast að stoppa þennan leik. Ég efast ekki um að það var eina ákvörðunin sem var rétt að taka. Það var enginn í standi til þess að fara spila um einhver stig eftir að hafa orðið vitni að þessu," sagði Ólafur en það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira