Ólafur Kristjáns: Enginn í standi til þess að fara spila um einhver stig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2013 01:28 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var gestur Pepsi-markanna í kvöld en þar fór hann yfir atburðarrásina á Kópavogsvellinum þar sem leikur Breiðabliks og KR var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, fékk slæmt höfuðhögg í upphafi leiks. Ólafur ræddi í þættinum við Hörð Magnússon, umsjónarmann Pepsi-markanna, og fór þar yfir stöðu mála en hann var þá nýkominn frá sjúkrahúsinu þar sem hann hitti Elfar Árna. „Þetta lítur betur út en áhorfist í fyrstu. Hann er kominn til meðvitundar og er á spítala. Ég fór til hans áðan og spjallaði við hann. Hann var eftir atvikum nokkuð eðlilegur. Þetta leit ekki vel út en sem betur fer fór þetta vel," sagði Ólafur. „Okkar hugur og allra eru hjá honum og að hann jafni sig. Þetta leit ekki vel út og menn voru sjokkeraðir hvort sem það voru leikmenn beggja liða, áhorfendur, þjálfarar eða þeir sem komu að þessu. Það er ánægjulegt að þetta líti betur út eftir rannsóknir og annað," sagði Ólafur. „Ég vil nota tækifærið og þakka bæði sjúkraþjálfurum okkar, sjúkraþjálfurum KR, leikmönnum beggja liða og læknum sem komu að fyrir þeirra þátt. Það skipti sköpum að það voru góð viðbrögð og hröð handtök," sagði Ólafur. „Þetta kemur mér þannig fyrir sjónir. Það er hár bolti eins og hengur. Elfar og Grétar Sigfinnur fara upp í skallaeinvígi. Óhappið verður og þeir skella saman með höfuðin og við sjáum slíkt gerast í fótboltaleikjum. Elfar liggur eftir og Magnús Þórisson dómari bregst mjög hratt við og stoppar leikinn strax. Fyrstu viðbrögð okkar eru að þarna séu einhvers konar meiðsli. Menn eru ekkert undibúnir fyrir þetta því þetta var alvarlegra en gengur og gerist. Bjarni (Guðjónsson) kemur að honum sem og fleiri leikmenn og bregðast hárrétt við. Svo hefjast menn bara handa við að gera það sem þarf að gera í svona stöðu," sagði Ólafur. „Menn voru eðlilega mjög sjokkeraðir því þarna sjá leikmenn inn á vellinum þetta frá fyrstu hendi. Áhorfendur upp í stúku fá líka engar fréttir af því sem er að gerast. Við ákváðum að fara með bæði liðin inn í klefa. Rúnar og hans teymi hjá KR var eðlilega brugðið og menn voru mjög samhuga og skilningsríkir í því að það voru önnur atriði mikilvægari en fótboltaleikurinn. Svo þegar við fengum fréttir af líðan Elfars út á vellinum og í sjúkrabílnum þá komum við saman og tókum ákvörðun um það að það væri réttast að stoppa þennan leik. Ég efast ekki um að það var eina ákvörðunin sem var rétt að taka. Það var enginn í standi til þess að fara spila um einhver stig eftir að hafa orðið vitni að þessu," sagði Ólafur en það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var gestur Pepsi-markanna í kvöld en þar fór hann yfir atburðarrásina á Kópavogsvellinum þar sem leikur Breiðabliks og KR var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, fékk slæmt höfuðhögg í upphafi leiks. Ólafur ræddi í þættinum við Hörð Magnússon, umsjónarmann Pepsi-markanna, og fór þar yfir stöðu mála en hann var þá nýkominn frá sjúkrahúsinu þar sem hann hitti Elfar Árna. „Þetta lítur betur út en áhorfist í fyrstu. Hann er kominn til meðvitundar og er á spítala. Ég fór til hans áðan og spjallaði við hann. Hann var eftir atvikum nokkuð eðlilegur. Þetta leit ekki vel út en sem betur fer fór þetta vel," sagði Ólafur. „Okkar hugur og allra eru hjá honum og að hann jafni sig. Þetta leit ekki vel út og menn voru sjokkeraðir hvort sem það voru leikmenn beggja liða, áhorfendur, þjálfarar eða þeir sem komu að þessu. Það er ánægjulegt að þetta líti betur út eftir rannsóknir og annað," sagði Ólafur. „Ég vil nota tækifærið og þakka bæði sjúkraþjálfurum okkar, sjúkraþjálfurum KR, leikmönnum beggja liða og læknum sem komu að fyrir þeirra þátt. Það skipti sköpum að það voru góð viðbrögð og hröð handtök," sagði Ólafur. „Þetta kemur mér þannig fyrir sjónir. Það er hár bolti eins og hengur. Elfar og Grétar Sigfinnur fara upp í skallaeinvígi. Óhappið verður og þeir skella saman með höfuðin og við sjáum slíkt gerast í fótboltaleikjum. Elfar liggur eftir og Magnús Þórisson dómari bregst mjög hratt við og stoppar leikinn strax. Fyrstu viðbrögð okkar eru að þarna séu einhvers konar meiðsli. Menn eru ekkert undibúnir fyrir þetta því þetta var alvarlegra en gengur og gerist. Bjarni (Guðjónsson) kemur að honum sem og fleiri leikmenn og bregðast hárrétt við. Svo hefjast menn bara handa við að gera það sem þarf að gera í svona stöðu," sagði Ólafur. „Menn voru eðlilega mjög sjokkeraðir því þarna sjá leikmenn inn á vellinum þetta frá fyrstu hendi. Áhorfendur upp í stúku fá líka engar fréttir af því sem er að gerast. Við ákváðum að fara með bæði liðin inn í klefa. Rúnar og hans teymi hjá KR var eðlilega brugðið og menn voru mjög samhuga og skilningsríkir í því að það voru önnur atriði mikilvægari en fótboltaleikurinn. Svo þegar við fengum fréttir af líðan Elfars út á vellinum og í sjúkrabílnum þá komum við saman og tókum ákvörðun um það að það væri réttast að stoppa þennan leik. Ég efast ekki um að það var eina ákvörðunin sem var rétt að taka. Það var enginn í standi til þess að fara spila um einhver stig eftir að hafa orðið vitni að þessu," sagði Ólafur en það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki