Ekki boðið upp á hamborgara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2013 00:01 Danka Podovac verður í eldlínunni með Stjörnunni í kvöld gegn Þrótti. Mynd / Anton „Ég hef spilað á Íslandi í sjö ár og ekki unnið neitt. Ég vildi komast í lið sem hefði möguleika á að vinna titil,“ segir Danka Podovac, sem farið hefur á kostum í óstöðvandi liði Stjörnunnar í sumar. Stjarnan hefur unnið alla fimm leiki sína, aðeins fengið á sig eitt mark og skorað tuttugu. Átta þeirra hefur Danka skorað. „Ég hef aldrei byrjað tímabil jafnvel,“ segir Danka og minnir á að þótt hún sé miðjumaður sinni hún lítilli varnarskyldu. Hennar hlutverk sé að koma samherjum í færi og skora. „En ég væri aldrei búin að skora svona mörg mörk ef ekki væri fyrir frábæra frammistöðu samherja minna.“Höfðu ekki efni á henni Danka hefur flakkað á milli liða á Íslandi frá því hún gekk fyrst í raðir Keflavíkur árið 2006. Eftir þrjú tímabil með Keflavík lá leiðin til Fylkis í Árbænum. Danka skoraði 13 mörk í 17 leikjum með Fylki en aftur söðlaði hún um. „Hvorki Keflavík né Fylkir höfðu nægt fjármagn til að geta haldið mér þar,“ segir Danka. Hún hafi því verið á flakki fyrir nauðsyn enda knattspyrnan starf hennar. Þór/KA á Akureyri naut krafta hennar sumarið 2010 og árin tvö á eftir var hún hjá ÍBV í Eyjum. „Við áttum möguleika á titlinum í fyrra hjá ÍBV en það tókst ekki. Nú tel ég okkur vera með besta liðið í deildinni. Ég hef aldrei átt betri möguleika á að vinna titilinn,“ segir Danka.Engir hamborgararstjarna Danka Podovac hefur farið á kostum með liði Stjörnunnar í sumar. Hún er búin að vera lengi á Íslandi.fréttablaðið/antonDanka býr með Megan Manthey, bandarískum leikmanni Stjörnunnar. Hún segir þær stöllur ná vel saman og samvistin gangi eftir því vel. „Það eru engir hamborgarar,“ segir Danka og hlær aðspurð um matinn sem herbergisfélaginn bjóði upp á. „Við eldum stundum saman og skiptumst líka á. Svo förum við stundum út að borða,“ segir Danka sem varð íslenskur ríkisborgari í apríl. Hún segir ríkisborgararéttinn hafa hjálpað til við að starfa innan Evrópu. „Með vegabréf frá Serbíu er erfitt að vera lengur en þrjá mánuði nokkurs staðar í Evrópu,“ segir Danka. Ísland getur þó ekki nýtt Dönku í landslið sitt enda er hún þrautreyndur landsliðsmaður Serba. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Vildi koma í veg fyrir væl "Ástæða þess að ég fékk Dönku til Stjörnunnar var fyrst og fremst sú að við misstum Gunnhildi Yrsu (Jónsdóttur) og Eddu Maríu (Birgisdóttur) af miðjunni,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar. 5. júní 2013 00:01 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
„Ég hef spilað á Íslandi í sjö ár og ekki unnið neitt. Ég vildi komast í lið sem hefði möguleika á að vinna titil,“ segir Danka Podovac, sem farið hefur á kostum í óstöðvandi liði Stjörnunnar í sumar. Stjarnan hefur unnið alla fimm leiki sína, aðeins fengið á sig eitt mark og skorað tuttugu. Átta þeirra hefur Danka skorað. „Ég hef aldrei byrjað tímabil jafnvel,“ segir Danka og minnir á að þótt hún sé miðjumaður sinni hún lítilli varnarskyldu. Hennar hlutverk sé að koma samherjum í færi og skora. „En ég væri aldrei búin að skora svona mörg mörk ef ekki væri fyrir frábæra frammistöðu samherja minna.“Höfðu ekki efni á henni Danka hefur flakkað á milli liða á Íslandi frá því hún gekk fyrst í raðir Keflavíkur árið 2006. Eftir þrjú tímabil með Keflavík lá leiðin til Fylkis í Árbænum. Danka skoraði 13 mörk í 17 leikjum með Fylki en aftur söðlaði hún um. „Hvorki Keflavík né Fylkir höfðu nægt fjármagn til að geta haldið mér þar,“ segir Danka. Hún hafi því verið á flakki fyrir nauðsyn enda knattspyrnan starf hennar. Þór/KA á Akureyri naut krafta hennar sumarið 2010 og árin tvö á eftir var hún hjá ÍBV í Eyjum. „Við áttum möguleika á titlinum í fyrra hjá ÍBV en það tókst ekki. Nú tel ég okkur vera með besta liðið í deildinni. Ég hef aldrei átt betri möguleika á að vinna titilinn,“ segir Danka.Engir hamborgararstjarna Danka Podovac hefur farið á kostum með liði Stjörnunnar í sumar. Hún er búin að vera lengi á Íslandi.fréttablaðið/antonDanka býr með Megan Manthey, bandarískum leikmanni Stjörnunnar. Hún segir þær stöllur ná vel saman og samvistin gangi eftir því vel. „Það eru engir hamborgarar,“ segir Danka og hlær aðspurð um matinn sem herbergisfélaginn bjóði upp á. „Við eldum stundum saman og skiptumst líka á. Svo förum við stundum út að borða,“ segir Danka sem varð íslenskur ríkisborgari í apríl. Hún segir ríkisborgararéttinn hafa hjálpað til við að starfa innan Evrópu. „Með vegabréf frá Serbíu er erfitt að vera lengur en þrjá mánuði nokkurs staðar í Evrópu,“ segir Danka. Ísland getur þó ekki nýtt Dönku í landslið sitt enda er hún þrautreyndur landsliðsmaður Serba.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Vildi koma í veg fyrir væl "Ástæða þess að ég fékk Dönku til Stjörnunnar var fyrst og fremst sú að við misstum Gunnhildi Yrsu (Jónsdóttur) og Eddu Maríu (Birgisdóttur) af miðjunni,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar. 5. júní 2013 00:01 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Vildi koma í veg fyrir væl "Ástæða þess að ég fékk Dönku til Stjörnunnar var fyrst og fremst sú að við misstum Gunnhildi Yrsu (Jónsdóttur) og Eddu Maríu (Birgisdóttur) af miðjunni,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar. 5. júní 2013 00:01