Erlent

Hersveitir Norður Kóreumanna í viðbragðsstöðu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Hersveitir í Norður Kóreu eru nú í viðbragðsstöðu, en í morgun hótuðu yfirvöld eldflaugaárásum á meginland Bandaríkjanna, Havaí og Gvam.

Fréttastofa ríkissjónvarps Norður Kóreu sendi frá sér myndir af heræfingum þar sem flugskeyti eru prófuð, en sérfræðingar hafa efasemdir um langdrægni þeirra.

Stirðleiki milli þjóðanna tveggja hefur aukist að undanförnu, og hafa yfirvöld í Norður Kóreu ítrekað hótað árásum vegna sameiginlegra heræfinga Bandaríkjanna og Suður Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×