Thelma með tvö í mikilvægum sigri - úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2013 21:13 Mynd/Daníel Afturelding vann gríðarlega mikilvægan sigur á HK/Víkingi í sex stiga leik í botnbaráttu Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld en Thelma Hjaltalín Þrastardóttir skoraði tvö af þremur mörkum Mosfellsbæjarliðsins í leiknum. Valur og FH unnu síðan bæði á sama tíma góða sigra á útivelli. Þetta voru síðustu leikir liðanna fyrir EM-frí en næsta umferð fer ekki fram fyrr en 30. júlí. Thelma Hjaltalín Þrastardóttir skoraði tvö fyrstu mörk Aftureldingar, eitt í hvorum hálfleik, í 3-0 sigri á HK/Víkingi en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn. Afturelding komst upp í 8. sætið með því að landa þessum þremur stigum. Lára Kristín Pedersen innsiglaði sigurinn undir lokin. Botnlið Þróttar hefur ekki fengið stig í sumar en komst yfir í seinni hálfleik á móti FH. FH svaraði hinsvegar með fimm mörkum og tryggði sér 6-2 sigur og þrjú stig. Sigrún Ella Einarsdóttir og Guðrún Björg Eggertsdóttir skoruðu báðar tvö mörk fyrir Hafnarfjarðarliðið. Valskonur sóttu líka þrjú stig á Selfoss en Valskonur voru manni fleiri síðustu 53 mínútur leiksins eftir að Michele K Dalton fékk rauða spjaldið í fyrri hálfleik. Valsliðið skoraði öll fjögur mörkin sín eftir að Selfoss missti manninn af velli. Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Val í kvöld en hún er á leiðinni á EM með íslenska landsliðinu. Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit kvöldsins en upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá úrslit.net.Úrslit í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna:ÍBV - Þór/KA 3-2 1-0 Shaneka Jodian Gordon (4.), 1-1 Sandra María Jessen (11.), 2-1 Bryndís Jóhannesdóttir (19.), 2-2 Sandra María Jessen (49.), 3-2 Nadia Lawrence (53.).Breiðablik - Stjarnan 1-2 0-1 Danka Podovac (37.), 0-2 Harpa Þorsteinsdóttir (62.), 1-2 Greta Mjöll Samúelsdóttir (90.)Þróttur - FH 2-6 0-1 Sigrún Ella Einarsdóttir (7.), 1-1 Ásgerður Arna Pálsdóttir (40.), 2-1 Margrét María Hólmarsdóttir (54.), 2-2 Guðrún Björg Eggertsdóttir (57.), 2-3 Sigrún Ella (60.), 2-4 Margrét Sveinsdóttir (63.). 2-5 Guðrún Björg Eggertsdóttir (80.), 2-6 Ashlee Hincks (84.)Afturelding - HK/Víkingur 3-0 1-0 Thelma Hjaltalín Þrastardóttir (38.), 2-0 Thelma Hjaltalín (68.) 3-0 Lára Kristín Pedersen (82.)Selfoss - Valur 0-4 0-1 Elín Metta Jensen, víti (39.), 0-2 Dagný Brynjarsdóttir (71.), 0-3 Kristín Ýr Bjarnadóttir (73.), 0-4 Dagný Brynjarsdóttir (85.) Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Meiðslavandræði framherja Þór/KA halda áfram Íslandsmeistarar Þór/KA hafa ekki haft meistaraheppnina með sér í sumar þegar kemur að meiðslum lykilmanna liðsins. Liðið varð fyrir enn einu áfallinu í Eyjum í kvöld þegar slóvenska landsliðskonan Mateja Zver þurfti að fara af velli eftir aðeins sex mínútna leik. 1. júlí 2013 19:10 Edda og Ólína semja við Val Valsmenn hafa heldur betur styrkt sitt lið í dag en þær Edda Garðarsdóttir og Ólína G. Viðarsdóttir hafa samið við félagið. 1. júlí 2013 16:53 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | 8 stiga forskot í EM-fríinu Stjarnan vann þægilegan sigur á Breiðablik, 2-1, í 9. umferð Pepsi deildar kvenna í fótbolta en leikurinn fór fram á Kópavogsvelli. Stjarnan er því komið með 27 stig á toppi deildarinnar, áttu stigum á undan næstu liðum sem eru ÍBV og Breiðablik. 1. júlí 2013 11:46 Fyrsta mark Nadiu kom ÍBV upp í annað sætið Velski framherjinn Nadia Lawrence tryggði ÍBV sigur á Íslandsmeisturum Þór/KA þegar liðin mættust í Eyjum í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Þetta var fyrsta mark Nadiu í Pepsi-deildinni á þessu tímabili og það kom Eyjaliðinu upp í annað sæti deildarinnar. 1. júlí 2013 19:56 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Afturelding vann gríðarlega mikilvægan sigur á HK/Víkingi í sex stiga leik í botnbaráttu Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld en Thelma Hjaltalín Þrastardóttir skoraði tvö af þremur mörkum Mosfellsbæjarliðsins í leiknum. Valur og FH unnu síðan bæði á sama tíma góða sigra á útivelli. Þetta voru síðustu leikir liðanna fyrir EM-frí en næsta umferð fer ekki fram fyrr en 30. júlí. Thelma Hjaltalín Þrastardóttir skoraði tvö fyrstu mörk Aftureldingar, eitt í hvorum hálfleik, í 3-0 sigri á HK/Víkingi en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn. Afturelding komst upp í 8. sætið með því að landa þessum þremur stigum. Lára Kristín Pedersen innsiglaði sigurinn undir lokin. Botnlið Þróttar hefur ekki fengið stig í sumar en komst yfir í seinni hálfleik á móti FH. FH svaraði hinsvegar með fimm mörkum og tryggði sér 6-2 sigur og þrjú stig. Sigrún Ella Einarsdóttir og Guðrún Björg Eggertsdóttir skoruðu báðar tvö mörk fyrir Hafnarfjarðarliðið. Valskonur sóttu líka þrjú stig á Selfoss en Valskonur voru manni fleiri síðustu 53 mínútur leiksins eftir að Michele K Dalton fékk rauða spjaldið í fyrri hálfleik. Valsliðið skoraði öll fjögur mörkin sín eftir að Selfoss missti manninn af velli. Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Val í kvöld en hún er á leiðinni á EM með íslenska landsliðinu. Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit kvöldsins en upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá úrslit.net.Úrslit í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna:ÍBV - Þór/KA 3-2 1-0 Shaneka Jodian Gordon (4.), 1-1 Sandra María Jessen (11.), 2-1 Bryndís Jóhannesdóttir (19.), 2-2 Sandra María Jessen (49.), 3-2 Nadia Lawrence (53.).Breiðablik - Stjarnan 1-2 0-1 Danka Podovac (37.), 0-2 Harpa Þorsteinsdóttir (62.), 1-2 Greta Mjöll Samúelsdóttir (90.)Þróttur - FH 2-6 0-1 Sigrún Ella Einarsdóttir (7.), 1-1 Ásgerður Arna Pálsdóttir (40.), 2-1 Margrét María Hólmarsdóttir (54.), 2-2 Guðrún Björg Eggertsdóttir (57.), 2-3 Sigrún Ella (60.), 2-4 Margrét Sveinsdóttir (63.). 2-5 Guðrún Björg Eggertsdóttir (80.), 2-6 Ashlee Hincks (84.)Afturelding - HK/Víkingur 3-0 1-0 Thelma Hjaltalín Þrastardóttir (38.), 2-0 Thelma Hjaltalín (68.) 3-0 Lára Kristín Pedersen (82.)Selfoss - Valur 0-4 0-1 Elín Metta Jensen, víti (39.), 0-2 Dagný Brynjarsdóttir (71.), 0-3 Kristín Ýr Bjarnadóttir (73.), 0-4 Dagný Brynjarsdóttir (85.)
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Meiðslavandræði framherja Þór/KA halda áfram Íslandsmeistarar Þór/KA hafa ekki haft meistaraheppnina með sér í sumar þegar kemur að meiðslum lykilmanna liðsins. Liðið varð fyrir enn einu áfallinu í Eyjum í kvöld þegar slóvenska landsliðskonan Mateja Zver þurfti að fara af velli eftir aðeins sex mínútna leik. 1. júlí 2013 19:10 Edda og Ólína semja við Val Valsmenn hafa heldur betur styrkt sitt lið í dag en þær Edda Garðarsdóttir og Ólína G. Viðarsdóttir hafa samið við félagið. 1. júlí 2013 16:53 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | 8 stiga forskot í EM-fríinu Stjarnan vann þægilegan sigur á Breiðablik, 2-1, í 9. umferð Pepsi deildar kvenna í fótbolta en leikurinn fór fram á Kópavogsvelli. Stjarnan er því komið með 27 stig á toppi deildarinnar, áttu stigum á undan næstu liðum sem eru ÍBV og Breiðablik. 1. júlí 2013 11:46 Fyrsta mark Nadiu kom ÍBV upp í annað sætið Velski framherjinn Nadia Lawrence tryggði ÍBV sigur á Íslandsmeisturum Þór/KA þegar liðin mættust í Eyjum í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Þetta var fyrsta mark Nadiu í Pepsi-deildinni á þessu tímabili og það kom Eyjaliðinu upp í annað sæti deildarinnar. 1. júlí 2013 19:56 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Meiðslavandræði framherja Þór/KA halda áfram Íslandsmeistarar Þór/KA hafa ekki haft meistaraheppnina með sér í sumar þegar kemur að meiðslum lykilmanna liðsins. Liðið varð fyrir enn einu áfallinu í Eyjum í kvöld þegar slóvenska landsliðskonan Mateja Zver þurfti að fara af velli eftir aðeins sex mínútna leik. 1. júlí 2013 19:10
Edda og Ólína semja við Val Valsmenn hafa heldur betur styrkt sitt lið í dag en þær Edda Garðarsdóttir og Ólína G. Viðarsdóttir hafa samið við félagið. 1. júlí 2013 16:53
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | 8 stiga forskot í EM-fríinu Stjarnan vann þægilegan sigur á Breiðablik, 2-1, í 9. umferð Pepsi deildar kvenna í fótbolta en leikurinn fór fram á Kópavogsvelli. Stjarnan er því komið með 27 stig á toppi deildarinnar, áttu stigum á undan næstu liðum sem eru ÍBV og Breiðablik. 1. júlí 2013 11:46
Fyrsta mark Nadiu kom ÍBV upp í annað sætið Velski framherjinn Nadia Lawrence tryggði ÍBV sigur á Íslandsmeisturum Þór/KA þegar liðin mættust í Eyjum í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Þetta var fyrsta mark Nadiu í Pepsi-deildinni á þessu tímabili og það kom Eyjaliðinu upp í annað sæti deildarinnar. 1. júlí 2013 19:56