Erlent

Tíu ára lét lífið þegar skilti féll á hann

Sjö menn þurfti til að reisa skiltið aftur við.
Sjö menn þurfti til að reisa skiltið aftur við.
Tíu ára drengur lét lífið og aðrir fjölskyldumeðlimir slösuðust þegar stórt skilti féll á fjölskylduna á flugvellinum í Birmingham í Alabama-fylki.

Móðir drengsins liggur á sjúkrahúsi og er ástand hennar talið alvarlegt. Auk þess voru tvö systkina drengsins flutt á sjúkrahús. AP-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir slökkviliðsmönnum að skiltin, sem sýni komur og brottfarir, séu um 150-200 kg að þyngd.

Sjónarvottur sagði að hár hvellur hefði heyrst þegar skiltið féll á fjölskylduna. Viðkomandi auk fimm annarra reyndu strax að reisa skiltið við en í tilfelli drengsins var það um seinan.

Talsmaður á flugvellinum segir ekki liggja ljóst fyrir hvað hafi orðið til þess að skiltið féll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×