Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - Fylkir 1-4 Guðmundur Marinó Ingvarsson á Kópavogsvelli skrifar 1. september 2013 00:01 mynd/daníel Fylkir skellti Breiðabliki 4-1 í Kópavogi í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. Fylkir var 3-1 yfir í hálfleik en staðan eftir átta mínútna leik var 2-1. Það tók Fylki aðeins 39. sekúndur að skora. Breiðablik mætti gjörsamlega sofandi til leiks og Kjartan Ágúst Breiðdal gekk á lagið. Breiðablik sýndi lífsmark í kjölfarið og jafnaði metin strax á 5. mínútu þegar vörn Fylkis tók sér sína einu pásu í leiknum og horfðu á Rohde skalla í markið. Þremur mínútum síðar var Kjartan Ágúst aftur að verki og Fylkir komið yfir á ný. Breiðablik var meira með boltann en sóknarleikur liðsins var bitlaus. Liðið náði lítið sem ekkert að nýta kantana og átti í miklum vandræðum með að skapa sér færi því liðið sótti á vörn Fylkis þar sem hún er sterkust, fyrir miðju. Fylkir beitti skyndisóknum og fékk fjölmörg færi til að bæta við marki áður en Agnar Bragi stangaði hornspyrnu Finns Ólafssonar í netið á 31. mínútu. Tveir leikmenn Breiðabliks þurftu að fara af leikvelli vegna meiðsla í fyrri hálfleik og gerði það illt verra fyrir Breiðablik sem náði ekki að gera breytingar til að hressa upp á liðið. Arnar Már Björgvinsson kom inn á í hálfleik fyrir meiddan Árna Vilhjálmsson og komst tvisvar í vænlega stöðu til að senda fyrir en skorti gæði til að koma boltanum á hættu svæðið. Breiðablik var meira með boltann í seinni hálfleik og sótti mikið en líkt og í fyrri hálfleik náði liðið ekki að opna vörn Fylkis og voru því hvorki líklegir til að minnka muninn né hvað þá að jafna metin. Fylkir nýtti sér fámennið í vörn Breiðabliks undir lok leiksins þegar Viðar Örn Kjartansson skoraði fjórða mark Fylkis úr einu af fjölmörgum færum liðsins undir lok leiksins. Finnur Orri Margeirsson er eini leikmaður Breiðabliks sem komst vel frá sínu en liðið var sérstaklega úti á þekju varnarlega. Renee Troost átti líklega sinn versta leik á Íslandi og kemur verulega á óvart ef Elfar Freyr Helgason byrjar ekki næsta leik. Fylkir leit mjög vel út í leiknum. Liðið varðist vel og skyndisóknir liðsins voru beinskeyttar og öflugar. Liðið hefði hæglega getað nýtt nokkrar þeirra betur og unnið enn stærri sigur. Agnar Bragi: Gæði í okkar liði„Þetta byrjaði vel fyrir okkur og settum á þá mark en fengum annað strax í bakið sem kom okkur í opna skjöldu en við hættum ekki, héldum áfram og settum annað og fórum með forystu í hálfleik,“ sagði Agnar Bragi miðvörður Fylkis sem fór mikinn í kvöld. „Það eru gæði í okkar liði og við höfum sýnt það í seinni umferðinni og vonandi getum við lyft okkur enn ofar í töflunni. „Breiðablik náði ekki að finna þessar glufur sem þeir hafa verið að gera. Aftur á móti vorum við fastir fyrir og þéttir og andstæðingurinn spilar ekki betur en mótherjinn leyfir. Við erum á réttri braut. „Við spiluðum flottan fótbolta og sýndum samhug. Það eru fjórir leikir eftir og það er erfitt að falla úr þessu en við tökum bara einn leik fyrir í einu og stefnum á sigur í honum,“ sagði Agnar Bragi sem leið vel á blautum Kópavogsvelli. „Það var ekkert Flórídaveður en mér líður alltaf vel í rigningunni þannig að þetta var plús fyrir okkur í dag.“ Ólafur: Það var veisla fyrir Fylki að spila við okkur í dag„Ég er mjög svekktur með frammistöðu liðsins, spilamennskuna og hugarfarið. Úrslitin eru afleiðing af því sem við lögðum í leikinn og við lögðum engan vegin nóg í leikinn til að fá eitthvað út úr honum,“ sagði Ólafur Kristjánsson ómyrkur í máli eftir leikinn í kvöld. „Það var yfir alla línuna. Markmanninum var vorkun að þurfa að standa fyrir aftan hriplekt lið. Fram á við á vellinum gerðum við ekki það sem við töluðum um að gera, þ.e. að fara út í breiddina og teygja á þeim. Það var farið inn í trektina miðjuna allan leikinn og það var veisla fyrir Fylki að spila við okkur í dag. „Ég er vanur að finna einhverja jákvæða punkta en það er af svo mörgu að taka í hinum endanum, þ.e.a.s. hvað við gerðum illa að það yfirskyggir það sem við gerðum jákvætt. „Það er ekki tímapunktur að draga jákvæðu punktana fram því það er mjög alvarlegt hvernig við nálguðumst þennan leik og spiluðum þennan leik. Þetta er ekki okkur sæmandi eða því að vera að taka þátt í efstu deild. „Það geta alltaf orðið mistök og þú ferð ekki í gegnum heilan fótboltaleik án þess að gera mistök. Þetta er ekki spurning um að gera mistök eða ekki gera mistök þetta er spurningin hvernig þú bregst við mistökum. Í dag gerum við mistök já en við bregðumst mjög illa við þeim. Það er ekki félagi tilbúinn að bakka þig upp, menn eru ekki tilbúnir að rífa sig upp þegar þeir gera sjálfir mistök heldur fer hausinn niður í sandinn og er þar. „Við rífum okkur ekkert út úr þessu og hættum að taka ábyrgð á eigin frammistöðu, fara að benda á náungann og liðið molnar. Í lokin var orðið hörmung að sjá þetta. „Þetta er slakasta heildar frammistaða okkar í sumar og í langa tíma. Ég þarf að fara langt aftur til að finna svona hjá Breiðabliki undir minni stjórn. Ég man eftir leik á móti Víkingi 2011 sem var svipað afhroð. Þetta var okkur öllum til vansa,“ sagði Ólafur Kristjánsson að lokum.Mynd/Daníel Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Sjá meira
Fylkir skellti Breiðabliki 4-1 í Kópavogi í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. Fylkir var 3-1 yfir í hálfleik en staðan eftir átta mínútna leik var 2-1. Það tók Fylki aðeins 39. sekúndur að skora. Breiðablik mætti gjörsamlega sofandi til leiks og Kjartan Ágúst Breiðdal gekk á lagið. Breiðablik sýndi lífsmark í kjölfarið og jafnaði metin strax á 5. mínútu þegar vörn Fylkis tók sér sína einu pásu í leiknum og horfðu á Rohde skalla í markið. Þremur mínútum síðar var Kjartan Ágúst aftur að verki og Fylkir komið yfir á ný. Breiðablik var meira með boltann en sóknarleikur liðsins var bitlaus. Liðið náði lítið sem ekkert að nýta kantana og átti í miklum vandræðum með að skapa sér færi því liðið sótti á vörn Fylkis þar sem hún er sterkust, fyrir miðju. Fylkir beitti skyndisóknum og fékk fjölmörg færi til að bæta við marki áður en Agnar Bragi stangaði hornspyrnu Finns Ólafssonar í netið á 31. mínútu. Tveir leikmenn Breiðabliks þurftu að fara af leikvelli vegna meiðsla í fyrri hálfleik og gerði það illt verra fyrir Breiðablik sem náði ekki að gera breytingar til að hressa upp á liðið. Arnar Már Björgvinsson kom inn á í hálfleik fyrir meiddan Árna Vilhjálmsson og komst tvisvar í vænlega stöðu til að senda fyrir en skorti gæði til að koma boltanum á hættu svæðið. Breiðablik var meira með boltann í seinni hálfleik og sótti mikið en líkt og í fyrri hálfleik náði liðið ekki að opna vörn Fylkis og voru því hvorki líklegir til að minnka muninn né hvað þá að jafna metin. Fylkir nýtti sér fámennið í vörn Breiðabliks undir lok leiksins þegar Viðar Örn Kjartansson skoraði fjórða mark Fylkis úr einu af fjölmörgum færum liðsins undir lok leiksins. Finnur Orri Margeirsson er eini leikmaður Breiðabliks sem komst vel frá sínu en liðið var sérstaklega úti á þekju varnarlega. Renee Troost átti líklega sinn versta leik á Íslandi og kemur verulega á óvart ef Elfar Freyr Helgason byrjar ekki næsta leik. Fylkir leit mjög vel út í leiknum. Liðið varðist vel og skyndisóknir liðsins voru beinskeyttar og öflugar. Liðið hefði hæglega getað nýtt nokkrar þeirra betur og unnið enn stærri sigur. Agnar Bragi: Gæði í okkar liði„Þetta byrjaði vel fyrir okkur og settum á þá mark en fengum annað strax í bakið sem kom okkur í opna skjöldu en við hættum ekki, héldum áfram og settum annað og fórum með forystu í hálfleik,“ sagði Agnar Bragi miðvörður Fylkis sem fór mikinn í kvöld. „Það eru gæði í okkar liði og við höfum sýnt það í seinni umferðinni og vonandi getum við lyft okkur enn ofar í töflunni. „Breiðablik náði ekki að finna þessar glufur sem þeir hafa verið að gera. Aftur á móti vorum við fastir fyrir og þéttir og andstæðingurinn spilar ekki betur en mótherjinn leyfir. Við erum á réttri braut. „Við spiluðum flottan fótbolta og sýndum samhug. Það eru fjórir leikir eftir og það er erfitt að falla úr þessu en við tökum bara einn leik fyrir í einu og stefnum á sigur í honum,“ sagði Agnar Bragi sem leið vel á blautum Kópavogsvelli. „Það var ekkert Flórídaveður en mér líður alltaf vel í rigningunni þannig að þetta var plús fyrir okkur í dag.“ Ólafur: Það var veisla fyrir Fylki að spila við okkur í dag„Ég er mjög svekktur með frammistöðu liðsins, spilamennskuna og hugarfarið. Úrslitin eru afleiðing af því sem við lögðum í leikinn og við lögðum engan vegin nóg í leikinn til að fá eitthvað út úr honum,“ sagði Ólafur Kristjánsson ómyrkur í máli eftir leikinn í kvöld. „Það var yfir alla línuna. Markmanninum var vorkun að þurfa að standa fyrir aftan hriplekt lið. Fram á við á vellinum gerðum við ekki það sem við töluðum um að gera, þ.e. að fara út í breiddina og teygja á þeim. Það var farið inn í trektina miðjuna allan leikinn og það var veisla fyrir Fylki að spila við okkur í dag. „Ég er vanur að finna einhverja jákvæða punkta en það er af svo mörgu að taka í hinum endanum, þ.e.a.s. hvað við gerðum illa að það yfirskyggir það sem við gerðum jákvætt. „Það er ekki tímapunktur að draga jákvæðu punktana fram því það er mjög alvarlegt hvernig við nálguðumst þennan leik og spiluðum þennan leik. Þetta er ekki okkur sæmandi eða því að vera að taka þátt í efstu deild. „Það geta alltaf orðið mistök og þú ferð ekki í gegnum heilan fótboltaleik án þess að gera mistök. Þetta er ekki spurning um að gera mistök eða ekki gera mistök þetta er spurningin hvernig þú bregst við mistökum. Í dag gerum við mistök já en við bregðumst mjög illa við þeim. Það er ekki félagi tilbúinn að bakka þig upp, menn eru ekki tilbúnir að rífa sig upp þegar þeir gera sjálfir mistök heldur fer hausinn niður í sandinn og er þar. „Við rífum okkur ekkert út úr þessu og hættum að taka ábyrgð á eigin frammistöðu, fara að benda á náungann og liðið molnar. Í lokin var orðið hörmung að sjá þetta. „Þetta er slakasta heildar frammistaða okkar í sumar og í langa tíma. Ég þarf að fara langt aftur til að finna svona hjá Breiðabliki undir minni stjórn. Ég man eftir leik á móti Víkingi 2011 sem var svipað afhroð. Þetta var okkur öllum til vansa,“ sagði Ólafur Kristjánsson að lokum.Mynd/Daníel
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Sjá meira