Erlent

Úlfaldi Frakklandsforseta endaði í kássu

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Hollande í Malí
Hollande í Malí
Svo illa vildi til að gjöf sem Francois Hollande Frakklandsforseti þáði í Malí með viðhöfn endaði sem kássa.

„Þetta var falleg gjöf sem sannarlega átti betra skilið en þessi örlög," er haft eftir ónefndum opinberum starfsmaður í Afríkuríkinu Malí.

Um er að ræða kameldýr en þegar Francois Hollande Frakklandsforseti var þar á ferð í febrúar síðastliðnum var honum gefið dýrið og þykir það mikill virðingarvottur.

Við það tækifæri sagði Hollande gamansamur að hann myndi fara um París á Kameldýrinu.

Erfiðlega gekk að flytja úlfaldann til Frakklands en þar stóð til að koma honum fyrir í dýragarði. Hollande bað því fjölskyldu í Timbuktu að passa dýrið fyrir sig en fjölskyldan sú gerði sér lítið fyrir, slátraði dýrinu, notaði sem uppistöðu í tagin, sem er sérstakur hirðingjaréttu eldaður í þartilgerðum leirpottum, og át með bestu lyst.

Reuters greinir frá og fylgir sögunni að fundið hafi verið til yngra, stærra og betra dýr fyrir Hollande og því verði komið til Frakkalands, hvað sem tautar og raular.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×