Erlent

Ólympíueldurinn kominn út í geim

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Á leið út í geim með Ólympíukyndilinn
Á leið út í geim með Ólympíukyndilinn Mynd/AP
Rússar skutu í morgun upp geimfari, sem er með Ólympíukyndilinn innanborðs. Ferðinni er heitið út í alþjóðlegu geimstöðina, sem er á braut umhverfis jörðu.

Bandaríkjamenn flugu einnig með Ólympíukyndil út í geim fyrir Ólympíuleikana í Atlanta árið 1996, en Rússar ætla í þetta skiptið að fara með kyndilinn út fyrir geimfarið í fyrsta sinn í sögunni.

Allt er þetta partur af undirbúningi eða auglýsingaherferð fyrir Vetrarólympíuleikana í Sotsjí. Kyndillinn verður um borð í geimstöðinni í fimm daga.

Af öryggisástæðum verður þó slökkt á kyndlinum á meðan hann er um borð í geimfarinu. Þetta er gert vegna þess að eldurinn tekur til sín það mikið af dýrmætu súrefni, að áhöfninni myndi stafa hætta af.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×